33 Eftir kynninguna spurði Aníta hvernig hún kæmist til baka. Þá sagði æðsta krúsídúllan: „… fara? En þú varst að koma væna mín, þú munt verða ein af okkur … um alla eilífð,“ og fór hægt og rólega að breytast og á endanum varð hún mjög KRÍPÍ! Þá varð Anítu hugsað til gömlu konunnar sem krúsídúllurnar kölluðu Búkollu. Kannski hafði hún reynt að vara hana við og bjarga henni. „En ég verð að fara, mamma og pabbi verða hrædd um mig og halda örugglega að eitthvað hafi tekið mig,“ sagði Aníta mjög óörugg. Hún skynjaði einhverja reiði í krúsídúllunum, hún var orðin mjög hrædd því það uxu klær á krúsídúllurnar og urðu stærri og stærri, tennurnar urðu að vígtönnum og ljótar bólur spruttu fram í andliti þeirra … Þarna PANIKERAÐI Aníta, tók eitt og eitt skref afturábak, allar krúsídúllurnar voru farnar að reiðast og allt í einu hlupu þær allar af stað og það sama gerði Aníta. Þegar Aníta var búin að hlaupa úr sér hjartað kom hún allt í einu að stóru bjargi. Ókei, nú voru tveir möguleikar: Númer 1: að stökkva fram af bjarginu og vona það besta. Númer 2: láta krúsídúllurnar éta sig lifandi eða eitthvað jafnvel verra, hún þorði ekki að hugsa um það.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=