RISAstórar smáSÖGUR 2024

32 rennibraut. Þegar hún hafði þotið niður í smástund endaði rennibrautin og hún sveif í lausu lofti, hún sveif á kjólnum svolítið eins og Lísa í Undralandi. Þegar hún var komin með fast land undir sig var hún stödd í sveppaþorpi, eða sko íbúarnir voru sveppir sem bjuggu í enn þá stærri sveppum. Lýsing á verunum: • allir með sveppi á hausnum • flestir með eitthvað á bakinu eins og bakpoka • ógeðslega sætir • húsin voru úr sveppum svona eins og hjá Strumpunum! Aníta var ekkert það stór miðað við aldur og var kannski bara aðeins hærri en sveppirnir. Ein mjög gömul sveppakona kom til hennar og sagði að þau hefðu bjargað henni frá ForboðnaSkógi. Þar bjó víst skelfileg seiðkona sem hét Búkolla og var mesti óvinur þeirra. „Óóóó!!!“ sagði Aníta enn ein spurning. „Hver eruð þið, eruð þið með leyfi?“ „Ó, já … hvers konar dónar erum við,“ segir sveppakonan. „Við erum krúsídúllurnar,“ sagði elsta krúsídúllan sem stjórnaði greinilega og kynnti flestar krúsídúllurnar eins og til dæmis: „Æi, ég gleymi nöfnunum, þær eru svo líkar og svo margar nema það var einn krúsídúllu-strákur sem hét Kevin.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=