RISAstórar smáSÖGUR 2024

30 lögreglunnar. Skrifborðin og stólarnir og tölvurnar og allt sem löggurnar nota í vinnunni sinni var núna inni í fangaklefum. Þegar löggurnar komu til baka voru þær mjög hissa að sjá Póný-myndir úti um allt og skrifstofurnar inni í fangaklefum. Fimm löggur fóru inn í fangaklefana til að skoða nýju skrifstofurnar og læstust inni. Hinar löggurnar gátu ekki hleypt þeim út því þær voru ekki lengur með lyklana Draugarnir voru með lykla að öllum fangaklefunum. 4. kafli Stelpurnar tvær og mamman og pabbinn, sem draugarnir voru heima hjá, komu nú á lögreglustöðina og tókst að bjarga löggunum út úr læstu klefunum. Löggurnar voru þakklátar og sögðu: „Takk, takk, takk fyrir að bjarga okkur.“ Næsta dag kom lögreglumaður í viðtal í fréttunum og sagði frá draugunum og öllu því sem hafði gerst. Þeir þökkuðu fjölskyldunni kærlega fyrir að vera hetjur og bjarga þeim úr fangaklefunum. Draugarnir hurfu allir og enginn hefur séð þá aftur. Hver veit, kannski eru þeir í öðrum bæ eða öðru landi?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=