RISAstórar smáSÖGUR 2024

29 Lögreglan kom á svæðið og fangaði draugana í draugabox. Lögreglan vissi ekki að draugarnir gátu komist sjálfir úr boxinu. 2. kafli Lögreglan keyrði á lögreglustöðina með draugaboxið í skottinu á lögreglubílnum. Þegar lögreglumennirnir komu inn á lögreglustöðina opnuðu þeir boxið. Þá kom í ljós að það var tómt, draugarnir voru horfnir. Draugarnir voru samt í boxinu. Þeir voru ósýnilegir þannig að löggurnar sáu þá ekki. Lögreglumennirnir voru mjög pirraðir. Þeir hringdu í allar hinar löggurnar og sögðu þeim að kíkja í öll húsin í bænum og finna draugana. Draugarnir voru hissa yfir öllum þessum lögreglumönnum og kölluðu á alla draugavini sína. Löggurnar keyrðu út um allan bæ og fóru í öll húsin að leita að draugum. Þær fundu bara tvo drauga en ekki draugana sem höfðu verið handteknir. Þetta voru gamlir góðir draugar sem voru að hjálpa fólki. Löggurnar sáu að þetta voru hjálpardraugar og slepptu þeim. 3. kafli Nú voru draugarnir einir á lögreglustöðinni því löggurnar voru úti um allan bæ að leita að þeim. Draugarnir voru í hláturskasti yfir þessu öllu. Þeir ákváðu að gera prakkarastrik. Þeir máluðu veggi í lögreglustöðinni með Póný-myndum. Þeir breyttu lögreglumerkinu sem var utan á húsinu í merki með Póný-hesti. Þeir breyttu líka fangaklefunum í skrifstofur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=