RISAstórar smáSÖGUR 2024

28 Draugasaga Óttar Ingi Kristófersson, 9 ára 1. kafli Einu sinni var vondur draugur sem fór inn í hús og það voru tvær stelpur inni í húsinu. Stelpurnar urðu mjög hræddar þegar draugurinn sagði úúúúú. Þá var hann að koma inn í herbergið þeirra. Þær voru uppi í rúmi. Draugurinn kom nær og nær stelpunum og þær fóru undir sæng. Þá leit draugurinn í spegil og sá sjálfan sig og öskraði hátt og lengi. Stelpurnar öskruðu líka. Þá kom annar draugur og þær kölluðu á mömmu og pabba: „Mamma! Pabbi!“ Þessi var líka vondur og öskraði þegar hann kíkti í spegilinn og sá sig sjálfan. Síðan komu mamma og pabbi og þau öskruðu þegar þau sáu draugana. Draugarnir voru svo reiðir að þeir öskruðu og stöppuðu niður fótunum. Allir voru mjög hræddir því annar draugurinn slökkti ljósin. Stelpurnar urðu enn hræddari og öskruðu: „AAAAA, hvað er að gerast, hjálpið okkur!“ Draugarnir nálguðust og nálguðust og stelpurnar og mamman og pabbinn voru mjög hrædd. Stelpurnar hjúfruðu sig saman og hvísluðust á. „Við skulum hringja í lögregluna og fá hana til að bjarga okkur.“ Draugarnir heyrðu stelpurnar hvíslast á og öskruðu: „þið skuluð ekki voga ykkur að hringja á lögregluna!“ Stelpurnar öskruðu enn hærra og laumuðust samt til að hringja.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=