RISAstórar smáSÖGUR 2024

20 4. kafli – Vondi skólastjórinn Einum degi seinna litu strákarnir í gegnum rúðuna á skrifstofudyrum skólastjórans og sáu og heyrðu hana hlæja sama nornahlátrinum sem þeir höfðu heyrt nokkrum dögum fyrr. Þá föttuðu þeir hver það var sem hafði tekið frímínúturnar. Þeir hlupu niður í matsal að leita að Þóri en það tók þá í mesta lagi tvær mínútur að finna hann. Þórir trúði þeim ekki fyrst, því skólastjórinn var alltaf svo indæl en hann ákvað samt að fara með strákunum upp á skrifstofu til að komast að sannleikanum. Þegar þeir voru komnir fyrir utan skrifstofu skólastjórans heyrðu þeir hana segja: „Við þurfum að taka meiri gleði af krökkunum“ og fara svo að hlæja. Brimar sagði: „Nei, nú segi ég stopp,“ þeir opnuðu dyrnar og stukku inn. Brimar hrópaði „hættu nú!“ Skólastjórinn sagði: „Hvernig dirfist þið að koma svona inn á skrifstofuna mína án þess að banka á dyrnar?“ „Hvernig dirfist þú að taka frímínútur af krökkum?“ sagði Brimar þá alvarlegur á svip. Skólastjórinn varð hissa og steinþagði. Þórir skammaði skólastjórann fyrir að vera svona vond við krakkana. Á meðan hlupu Brimar og strákarnir um skólann og söfnuðu öllum krökkunum saman. Brimar ræddi við þau að ef þau vildu fá að fara aftur út að leika í skólanum og hætta að vera löt og þreytt þyrftu þau að fylgja þeim. Þeir létu alla krakkana líka vita að skólastjórinn hefði tekið frímínúturnar af þeim fyrir tveimur árum og þau ættu öll að öskra á hana: „Farðu burt!“ Krakkarnir urðu mjög spennt og ofboðslega til í að fá frímínútur aftur í skólann. Þau gengu öll upp stigann grimm á

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=