RISAstórar smáSÖGUR 2024

18 hugsaði hvað hann gæti gert til að gera nýja skólann skemmtilegri og hvernig hann gæti komið frímínútunum aftur á. 3. kafli – Góðar upplýsingar Brimar vaknaði morguninn eftir glaður og spenntur að fara að rannsaka frímínútnamálið. Þegar hann var kominn í skólann fann hann Ómar og Palla og bað þá um að hjálpa sér að koma frímínútunum aftur á í skólanum. Þeir voru mjög spenntir fyrir því. Þeir nenntu ekki að vera inni í stærðfræði allan daginn, alla daga. Þá kviknaði á peru í kollinum á Brimari um að njósna um alla kennarana til að komast að sannleikanum. Strákunum fannst þetta geðveik hugmynd. Þeir fóru upp á skrifstofuna og byrjuðu að njósna. Allt í einu heyrðu þeir einhvern hlæja eins og NORN!!! Þessi rödd var drungaleg og skrítin. Manneskjan sagði „þessi síðustu tvö ár hafa verið geggjuð eftir að ég tók frímínúturnar í burtu, krakkarnir eru orðnir svo latir og þreyttir“. Palli sagði: „Ég held að þetta sé …“ en hann náði ekki að klára setninguna því að Þórir aðstoðarskólastjóri kom og spurði þá hvað þeir væru að gera. Þeir svöruðu ekki og strunsuðu niður í skólastofuna sína. Strákarnir ákváðu að halda áfram að njósna um kennarana næstu tvo daga og sjá hvort þeir myndu ná að leysa málið. Eftir að strákarnir voru búnir að njósna í tvo daga var Palli handviss um að þetta hefði verið skólastjórinn að hlæja tveimur dögum fyrr. Hann sagði strákunum frá því sem hann hélt og Ómar tók andköf og sagði: „Nei, það getur ekki verið,

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=