17 þau þyrftu virkilega að labba um allan skólann. Hún sagði að þau hefðu gott af því að ganga svolítið. Brimar varð ofsalega hissa á þessari spurningu krakkanna. Hann lagði af stað með krakkana á hælunum. Þau sýndu honum ýmislegt, til dæmis bókasafnið, matsalinn og hinar skóla- stofurnar. Brimari leist vel á skólann en honum fannst krakkarnir of latir og þreyttir. Þegar bjallan hringdi fóru krakkarnir inn í stofu og settust við borðin sín og byrjuðu að læra. Eftir 80 mínútur sagði Bergþóra þeim að sækja nestið sitt. Brimar fékk vatnsmelónu og jarðaber í nesti. Hann sat með Palla, Ómari og Jónínu. Brimar spurði krakkana hvenær þau færu út í frímínútur. Krakkarnir sögðu letilega: „Hér eru engar frímínútur lengur.“ Brimar varð verulega hissa og kom ekki upp orði. En rétt náði að stama út úr sér: „Hvað gerið þið þá í staðinn fyrir að fara út að leika?“ „Við lærum allan daginn,“ svöruðu þau þreytulega. Þau héldu áfram: „Þegar við vorum í 2. bekk tók einhver frímínúturnar af okkur og við höfum ekki fengið þær aftur síðan þá.“ Bergþóra sagði þeim fljótlega að sækja stærðfræðibækurnar sínar og halda áfram að reikna margföldunardæmin síðan í fyrradag. Brimari leið eins og þetta væri föstudagurinn langi í gamla daga, mjög langur og leiðinlegur dagur. Þegar skólanum loksins lauk sótti mamma Brimars hann. Hann sagði mömmu sinni strax frá því að engar frímínútur væru í nýja skólanum. Brimar var sorgmæddur og saknaði gamla skólans mikið. Um kvöldið lagðist hann upp í rúm og
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=