RISAstórar smáSÖGUR 2024

16 Dularfullir atburðir í Norðurbæjarskóla Berglind Svana Helgadóttir, 9 ára. 1. kafli – Flutningar Á sólríkum þriðjudegi í ágúst keyrði fjölskylda eftir löngum vegi í átt að nýju lífi. Einn úr fjölskyldunni hét Brimar. Hann var nýorðinn 9 ára. Hann var að flytja í nýtt hverfi og fannst mjög erfitt að vera að fara frá öllum vinum sínum og kveið því að þurfa að kynnast nýjum krökkum. Hvað ef engum myndi líka við hann í nýja skólanum? Hvað ef hann ætti ekki eftir að eignast neina nýja vini? Þetta, ásamt milljón öðrum spurningum, þaut í gegnum huga Brimars þegar hann keyrði inn Freyjugötu en þar stóð nýja húsið hans númer þrettán. 2. kafli – Nýr skóli Brimar vaknaði klukkan 7 næsta morgun en hann þurfti að byrja í 4. bekk í nýja skólanum sem hét Norðurbæjarskóli. Honum leið ekki vel, hann kveið svo mikið fyrir. Mamma hans fylgdi honum inn í skólann. Aðstoðarskólastjórinn tók vel á móti þeim. Hann kynnti sig og sagðist heita Þórir. Þórir var mjög almennilegur við þau. Hann fylgdi þeim inn í skólastofuna hans Brimars en þar stóð nýi kennarinn hans, Bergþóra og fullt af nýjum bekkjarfélögum sem sátu við borðin sín. Bergþóra kynnti Brimar fyrir krökkunum og bað Jónínu, Palla og Ómar að sýna honum skólann. Þau dæstu og spurðu Bergþóru hvort

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=