RISAstórar smáSÖGUR 2024

15 Mjög fljótlega var smábarna bókavörðurinn búin að finna tvær bækur. Fyrst opnuðu Bessi og Stína bók nr. 1 og sáu þar að til þess að stoppa risann þurftu þau að henda í hann grænfjólubláu seyði. Í bókinni stóð að uppskriftina fyndu þau í bók nr. 2. Í henni las Stína upp uppskriftina að seyðinu fyrir Bessa „kló af kisu, hraundropi, hundakúkur, steinn tekinn úr bjargbrún, jarðarberjakrem, 2 blóðdropar úr látnum manni, gullhár, tölvu móðurborð og fullt af vatni til að blanda í og sleif til að blanda með.“ Bessa og Stínu gekk mjög vel að finna allt nema kló úr kisu og hundakúk. Þar lentu þau í hremmingum. Bessi varð mikið klóraður á hendinni við að klippa beitta kisukló af pirraðri kisu. Stína spurði alla sem hún sá úti að labba með hundinn sinn hvort hún mætti eiga kúk hundsins, eftir að hann hefði lokið við að kúka. Það tókst eftir að hafa spurt átta hundaeigendur. Þau hrærðu öllum innihaldsefnunum saman í vísindaglas og settu svo lok á það. Næst leituðu vinirnir að risanum og loks þegar þau fundu hann í miðri Reykjavík skvettu þau seyðinu á hann. Þegar seyðið lenti á risanum mynduðust sprungur í steinunum. Síðan brotnaði steineldrisinn í marga litla loftsteina sem lentu mjúklega á jörðinni og eldurinn slokknaði þar í steinunum. Sál risans sveif aftur ofan í kistuna. Bessi og Stína settu litlu steinana sem voru á jörðinni í poka og sigldu með þá aftur á eyjuna og settu þá ofan í kistuna, lokuðu henni og brenndu. Þegar allt var búið og aftur komin ró og friður heyrðust fagnaðarhróp í fjarska. Næsta dag komu Bessi og Stína í fréttirnar og var talað um þau sem krakkahetjurnar í Reykjavík.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=