14 „Þið megið alls ekki koma nálægt fjársjóðnum, það er eitthvað skrítið við kistuna.“ Bessi og Stína vildu ekki hlusta á smábörnin og byrjuðu að grafa. Þau grófu mjög langt niður í sandinn. Loksins rakst skóflan í kistuna. Bessi og Stína hjálpuðust við að ná henni upp úr holunni. Kistan var rauð á litinn með mynd af litlum eldrisa á lokinu. Til að opna kistuna þurftu þau lykil. Eitt smábarnið sem hafði varað þau við kistunni hafði lykilinn um hálsinn. Bessi og Stína báðu litla barnið mjög fallega um að láta sig fá lykilinn: Barnið sagði: „gjörið svo vel en ég vara ykkur aftur við: EKKI OPNA KISTUNA!“ Bessi og Stína voru alveg viss um að þetta væri allt í lagi en þau voru líka allt of forvitin til sleppa því að opna kistuna. Stína setti lykilinn í skráargatið og þá opnaðist kistan. Upp úr kistunni steig risastór steineldrisi. Um leið fór hann að trampa á húsum smábarnanna. Risinn var ótrúlega stór, hann var gerður úr steinum sem loguðu af eldi. Kraftar hans fólust í því að skjóta eldi úr báðum höndunum. Eldsteinrisinn var svo stór að hann gat vaðið sjóinn milli eyjarinnar og Reykjavíkur. Hann var því fljótur að komast yfir til Reykjavíkur og byrjaði að brenna allt sem hann sá, tré, hús og bíla. Bessi og Stína vissu ekkert hvað þau gætu gert til að stoppa steineldrisann. Eitt smábarnið á eyjunni sagði þeim frá bókasafni sem var þar og stakk upp á því að Bessi og Stína myndu fara þangað og leita í bókum að leið til að stoppa steineldrisann og koma honum aftur í kistuna. Inni á bókasafninu var lítið smábarn sem var bókavörðurinn. Bessi og Stína báðu hana að finna bækur um steineldrisa.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=