RISAstórar smáSÖGUR 2024

13 Bessi, Stína og steineldrisinn Týr Fenger Ólafsson, 7 ára Bessi og Stína eru vinir. Bessi er 8 ára og Stína er 6 ára. Einn laugardag voru þau að leika sér áskólalóðinni við Sæmundarskóla. Bessi fór upp í kastalann að leika sér eins og hann gerir oft en í þetta sinn steig hann óvart á falinn takka á gólfinu. Þá opnaðist lítið leynihólf við hliðina á takkanum og upp skaust kort. Hann tók kortið og renndi sér niður rennibrautina til að sýna Stínu hvað hann fann. Þau skoðuðu kortið saman. Á kortinu var mynd af eyju og fyrir ofan myndina stóð „Smábarnaeyjan“. Þau sáu að eyjan var rétt fyrir utan Reykjavík. Það var rautt X á myndinni, það var á miðri eyjunni. Bessi og Stína voru forvitin um hvort það væri einhver fjársjóður á eyjunni undir X-inu. Þau fóru heim til Stínu og spurðu mömmu hennar hvort hún vildi skutla þeim niður á bryggjuna í Grafarvogi. Mamma hennar var til í það. Þar var lítil skúta sem hægt var að fá lánaða fyrir 20 krónur. Bessi var einmitt með 20 krónur í vasanum. Bessi og Stína sigldu út í eyjuna. Þegar þau komu út í Smábarnaeyju fundu þau stórar skóflur sem hafði verið stungið í sandinn. Þau tóku skóflurnar og gengu í átt að staðnum með x-inu. Á leiðinni töldu þau alla vega 50 smábörn sem bentu á Bessa og Stínu, það fannst þeim skrítið. Þegar þau veru komin að x-inu voru þar 5 smábörn sem sögðu:

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=