RISAstórar smáSÖGUR 2024

11 Alexandra og Moli María Ynja Alexsandersdóttir, 8 ára Það var einu sinni stelpa sem hét Alexandra sem var í fimmta bekk í Breiðholtsskóla og uppáhalds vinkona hennar hét Margrét. Alla daga eftir skóla fór hún að bera út dagblöð. Í einu af húsunum þar sem hún bar út blað bjó gömul kona sem hét Hulda. Hulda átti hund sem var 7 mánaða svartur Labrador sem hét Moli. Moli var mjög hress og skemmtilegur hvolpur sem elskaði að fara í göngutúra og leika sér. Moli og Alexandra voru miklir vinir og tók hún Mola alltaf með sér að bera út blöðin þar sem Hulda átti erfitt með að fara með hann í göngutúr. Dag einn þegar Alexandra var að koma með Mola úr göngutúrnum, sagði Hulda við hana að þetta væri í síðasta skipti sem Alexandra tæki Mola með sér í göngutúr þar sem hún væri að fara á elliheimili og Moli þyrfti að fara burt. Hundar væru ekki velkomnir á elliheimilið þar sem Hulda ætti að vera í herbergi með annarri konu. Þarna varð Alexandra að kveðja Mola í síðasta skipti. Er hún kom heim til mömmu sinnar og pabba varð hún mjög döpur. Foreldrar hennar tóku eftir því að Alexandra var döpur og fóru að spyrja hana hvað væri að. Þá sagði

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=