RISAstórar smáSÖGUR 2024

10 „Sko, ég veit það ekki. En, hvað sem við ætlum að gera, þá verðum við að byrja á því núna,“ svaraði Aron. Hann sá að það lak dálítið af grænum vökva niður varirnar á Snata. Utan úr garði barst fölgræn birta inn um gluggann. Aron og Emilía litu út og sáu risastóra, fjólubláa kúlu með hringlaga gluggum. Inni í kúlunni sátu tvær grænar og slepjulegar geimverur. Önnur þeirra hélt á einhvers konar fjarstýringu og hamaðist á tökkunum. „Þessi fjarhrifa-flytjari er örugglega eitthvað vitlaust stilltur!“ sagði geimveran reiðilega. Allt í einu tóku geimverurnar eftir því að krakkarnir voru að fylgjast með þeim. Þær stigu út úr kúlunni og gengu í átt að glugganum, ógnandi á svip. Emilía skildi strax hvað hún þurfti að gera. Hún hljóp inn í herbergi, greip geimverustyttuna úr hillunni, fór með hana út í glugga, kastaði henni í átt að geimskipinu og hrópaði: „Gjörið þið svo vel! Ég held að þessi tilheyri ykkur.“ Geimverurnar tvær gripu styttuna og fóru með hana upp í fjólubláu kúluna. Þær hófu kúluna til flugs og hurfu upp í himininn. Næsta morgun hjálpuðust Emilía og Aron að við að taka allt til og þrífa íbúðina hátt og lágt. Eftir þetta varð Emilía aldrei vör við að dótið hennar hyrfi eða færðist úr stað.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=