9 Jæja, klósettið er allavega ekki bi...“ Emilía snarhætti í miðri setningu um leið og hún opnaði klósettið, því að það var búið að stífla það með klósettpappír og hella grænum vökva yfir. „Jæja, ég held að við getum ekki farið á klósettið!“ sagði Emilía hlæjandi. Svo veltist hún um á baðkarsbrúninni og tók gott hláturskast í drykklanga stund. Aron skildi ekkert hvað var svona fyndið við stíflað klósett og baðkar með fullt af einhverjum grænum slettum. „Komum þá bara inn í eldhús,“ sagði Aron. Inni í eldhúsinu var bókstaflega allt út um allt. „Pabbi?“ spurði Emilía, en svo sá hann að þetta voru aðeins nokkrir púðar sem var búið að klæða í fötin hans pabba. „Hvað er eiginlega í gangi?! Fyrst baðherbergið, svo eldhúsið! Veist þú nokkuð hvað við eigum að gera?“ spurði Emilía, frekar pirruð á öllu saman. Hún leit á Aron og henni brá í brún. Við hliðina á honum stóð Snati, frosinn. „Ég vissi ekki að Snati væri svona góður í myndastyttuleik,“ sagði Aron. „Ha? Nei, við höfum ekki æft það áður,“ svaraði Emilía, frekar hissa. „Þá þýðir það bara eitt,“ svaraði Aron. „Hann er frosinn!“ Þau litu þögul hvort á annað. Emilía var skelfingu lostin og Aron gat ekki hætt að stara á Snata. „Við verðum að gera eitthvað í þessu,“ sagði Aron. Emilía samsinnti því. „Svo, hvað eigum við að gera?“
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=