RISAstórar smáSÖGUR 2024

8 Þegar Aron kom í heimsókn til Emilíu einn daginn sagði hún honum frá þessum undarlegu atburðum. Aron stakk upp á því að hún myndi vaka heila nótt og fylgjast með öllu sem gerðist í herberginu hennar. Hann bauðst líka til að gista hjá henni og aðstoða hana við að leysa gátuna. Nokkrum dögum seinna kom Aron í gistiheimsókn og þau gerðu sig tilbúin fyrir langa næturvakt. Rétt fyrir miðnætti heyrðu þau eitthvert brölt frammi í eldhúsi. „Hvað var þetta?“ spurði Emilía. „Gáum,“ sagði Aron. „En fyrst þarf ég að skreppa á klósettið.“ Þau gengu að klósettinu og Emilía beið fyrir utan. Eftir smástund heyrði Emilía gól. „Gaaaah!“ Emilía stökk inn á baðherbergi og leit á Aron. „Hvað er í gangi?“ Aron benti á baðkarið og leit á hana. Emilía sá að það mátti bregða fyrir undrun í svipnum. „Hvað í ...“ byrjaði Emilía. Svo sá hún það. Það voru grænar slettur út um allt baðkarið. Emilía prófaði að skrúfa frá vatninu. Fyrst var það alveg skærgrænt, svo rautt. Svo loksins varð það aftur venjulegt. Nei, bíddu, það var orðið grænt aftur. Svo rautt. Svo grænt. „Hvað er eiginlega í gangi?“ spurði Aron. „Ég veit það ekki. Þetta hefur aldrei gerst. Jú reyndar, þegar við fórum til Danmerkur í nokkra mánuði, þá varð það rautt af því að það hafði ekki verið notað í marga daga.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=