Risastórar smásögur 2024 2024
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, KrakkaRÚV, Borgarbókasafn, List fyrir alla, Reykjavík bókmennta- borg UNESCO, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur og Borgarleikhúsið standa að verkefninu Sögur. Einn liður í verkefninu er að hvetja börn til lestrar og skapandi skrifa. Smásagnasamkeppni fór fram á vef KrakkaRÚV og voru 19 sögur, eftir 6–12 ára börn, valdar til útgáfu í þessa rafbók.
2 Efnisyfirlit Geimverustyttan 7 Ósk Hjaltadóttir, 8 ára Alexandra og Moli 11 María Ynja Alexsandersdóttir, 8 ára Bessi, Stína og steineldrisinn 13 Týr Fenger Ólafsson, 7 ára Dularfullir atburðir í Norðurbæjarskóla 16 Berglind Svana Helgadóttir, 9 ára. Halli hamstur og félagar 22 Eva María Norðfjörð, 9 ára og Axel Máni Norðfjörð, 7 ára Draugasaga 28 Óttar Ingi Kristófersson, 9 ára Krúsídúllurnar 31 Sara Björk Eiríksdóttir, 9 ára Leyndarmálið mitt 37 Sigrún Sif Ómarsdóttir, 9 ára Martröðin 39 Mói Sigurjónsson, 9 ára Afi spæjó 42 Hallgerður Harpa Hilmisdóttir, Karítas Þórðardóttir, Rakel Harðardóttir, Sóley Ingvarsdóttir, Thelma Sigríður Helgadóttir, 11 ára Smásaga ársins í flokki 2024 6 til 9 ára
3 Draumurinn 47 Kolbrún Emma Daðadóttir, 10 ára Fjórar mínútur 50 Þórarinn Hauksson, 11 ára Hellirinn 55 Kolbrá Sigrún Sigurðardóttir, 11 ára Hin jörðin 60 Tinni Snær Aðalsteinsson, 11 ára Týndi jólasveinninn 67 Bjartey Ebba Júlíusdóttir, 11 ára Jódís Kristín Jónsdóttir, 10 ára Ævintýri Fernandos 72 Ingibjörg Matilda Arnórsdóttir, 10 ára Risaeðlurötunarvélin 77 Aðalgeir Emil Arason Kjærbo, 10 ára Útfararstofa Reykjanesbæjar 85 Samúel Steingrímsson, 12 ára Rebbi refur og afmælisveislan 90 Bjarki Atlason, 10 ára Smásaga ársins í flokki 2024 6 til 9 ára
4
5 Ég man ekki nema óljóst eftir sögunum sem ég skrifaði sem krakki enda eru þær allar saman löngu týndar. Nú eru þær bara til sem glefsur í hausnum á mér og hvergi annars staðar. Ég hefði aldeilis verið til í að geta sent mínar sögur inn í keppni og fengið þær birtar á bók! En þegar ég var strákur var ekkert slíkt í boði. Krakka-Gunnar dauðöfundar ykkur, kæru höfundar, fyrir að fá sögurnar ykkar útgefnar í þessu frábæra safni, þar sem allir geta skemmt sér yfir hugmyndagleðinni. Lesendur eiga von á góðu, því hér má finna alls kyns ævintýri, hrylling og vísindaskáldskap, skólasögur og dýrasögur, draumasögur, draugasögur, og allt þar á milli. Sögurnar opna hlið inn í undraheima sem þið höfundarnir getið heimsótt aftur og aftur og hver veit, kannski jafnvel lesið fyrir börnin ykkar þegar fram líða stundir. Risastórar smásögur er mikilvægt verkefni og ég er stoltur að hafa fengið að taka þátt í því sem ritstjóri. Þó þurfti ég lítið annað að gera en að beina ykkur í rétta átt og hvetja ykkur til að halda áfram með sögurnar og gera þær enn betri. Til hamingju, nýju höfundar, og haldið áfram að skrifa og skapa svona spennandi sögur! Formáli Gunnar Theodór Eggertsson, rithöfundur
6
7 Geimverustyttan Ósk Hjaltadóttir, 8 ára Emilía vildi hafa allt í röð og reglu í kringum sig og tók til í herberginu sínu minnst tvisvar í viku. Þess vegna fannst henni afar óþægilegt þegar dótið hennar byrjaði að færast úr stað og hverfa án útskýringa alveg óvænt eitt vorið. Þessar dularfullu breytingar virtust aðallega eiga sér stað á nóttunni, að minnsta kosti var ástandið í herberginu hennar alltaf öðruvísi á morgnana en það hafði verið þegar hún fór að sofa kvöldið áður. Hillur, stólar og önnur húsgögn dúkkuðu upp frammi á gangi eða uppi á háalofti, bangsar og legókubbar færðust úr körfum og kössum út á gólf og fleira í þeim dúr. Eini hluturinn í herberginu sem var alltaf kyrr á sínum stað og færðist aldrei neitt var geimverustyttan sem Aron, besti vinur hennar, hafði gefið henni í níu ára afmælisgjöf. Þetta var daufgræn glerstytta sem Aron hafði keypt í Kolaportinu hjá gömlum manni í bláum slopp. Maðurinn sem seldi honum styttuna vissi ekki hvaðan hún væri komin en sagðist halda að hún hefði verið búin til „einhvers staðar í okkar vetrarbraut.“ Aron hélt auðvitað að maðurinn hefði verið að grínast. Það hafði Emilía líka haldið en eftir að rótið í herberginu hennar byrjaði fór hún að velta því fyrir sér hvort maðurinn í bláa sloppnum hefði verið að tala í alvöru. Smásaga ársins í flokki 2024 6 til 9 ára
8 Þegar Aron kom í heimsókn til Emilíu einn daginn sagði hún honum frá þessum undarlegu atburðum. Aron stakk upp á því að hún myndi vaka heila nótt og fylgjast með öllu sem gerðist í herberginu hennar. Hann bauðst líka til að gista hjá henni og aðstoða hana við að leysa gátuna. Nokkrum dögum seinna kom Aron í gistiheimsókn og þau gerðu sig tilbúin fyrir langa næturvakt. Rétt fyrir miðnætti heyrðu þau eitthvert brölt frammi í eldhúsi. „Hvað var þetta?“ spurði Emilía. „Gáum,“ sagði Aron. „En fyrst þarf ég að skreppa á klósettið.“ Þau gengu að klósettinu og Emilía beið fyrir utan. Eftir smástund heyrði Emilía gól. „Gaaaah!“ Emilía stökk inn á baðherbergi og leit á Aron. „Hvað er í gangi?“ Aron benti á baðkarið og leit á hana. Emilía sá að það mátti bregða fyrir undrun í svipnum. „Hvað í ...“ byrjaði Emilía. Svo sá hún það. Það voru grænar slettur út um allt baðkarið. Emilía prófaði að skrúfa frá vatninu. Fyrst var það alveg skærgrænt, svo rautt. Svo loksins varð það aftur venjulegt. Nei, bíddu, það var orðið grænt aftur. Svo rautt. Svo grænt. „Hvað er eiginlega í gangi?“ spurði Aron. „Ég veit það ekki. Þetta hefur aldrei gerst. Jú reyndar, þegar við fórum til Danmerkur í nokkra mánuði, þá varð það rautt af því að það hafði ekki verið notað í marga daga.
9 Jæja, klósettið er allavega ekki bi...“ Emilía snarhætti í miðri setningu um leið og hún opnaði klósettið, því að það var búið að stífla það með klósettpappír og hella grænum vökva yfir. „Jæja, ég held að við getum ekki farið á klósettið!“ sagði Emilía hlæjandi. Svo veltist hún um á baðkarsbrúninni og tók gott hláturskast í drykklanga stund. Aron skildi ekkert hvað var svona fyndið við stíflað klósett og baðkar með fullt af einhverjum grænum slettum. „Komum þá bara inn í eldhús,“ sagði Aron. Inni í eldhúsinu var bókstaflega allt út um allt. „Pabbi?“ spurði Emilía, en svo sá hann að þetta voru aðeins nokkrir púðar sem var búið að klæða í fötin hans pabba. „Hvað er eiginlega í gangi?! Fyrst baðherbergið, svo eldhúsið! Veist þú nokkuð hvað við eigum að gera?“ spurði Emilía, frekar pirruð á öllu saman. Hún leit á Aron og henni brá í brún. Við hliðina á honum stóð Snati, frosinn. „Ég vissi ekki að Snati væri svona góður í myndastyttuleik,“ sagði Aron. „Ha? Nei, við höfum ekki æft það áður,“ svaraði Emilía, frekar hissa. „Þá þýðir það bara eitt,“ svaraði Aron. „Hann er frosinn!“ Þau litu þögul hvort á annað. Emilía var skelfingu lostin og Aron gat ekki hætt að stara á Snata. „Við verðum að gera eitthvað í þessu,“ sagði Aron. Emilía samsinnti því. „Svo, hvað eigum við að gera?“
10 „Sko, ég veit það ekki. En, hvað sem við ætlum að gera, þá verðum við að byrja á því núna,“ svaraði Aron. Hann sá að það lak dálítið af grænum vökva niður varirnar á Snata. Utan úr garði barst fölgræn birta inn um gluggann. Aron og Emilía litu út og sáu risastóra, fjólubláa kúlu með hringlaga gluggum. Inni í kúlunni sátu tvær grænar og slepjulegar geimverur. Önnur þeirra hélt á einhvers konar fjarstýringu og hamaðist á tökkunum. „Þessi fjarhrifa-flytjari er örugglega eitthvað vitlaust stilltur!“ sagði geimveran reiðilega. Allt í einu tóku geimverurnar eftir því að krakkarnir voru að fylgjast með þeim. Þær stigu út úr kúlunni og gengu í átt að glugganum, ógnandi á svip. Emilía skildi strax hvað hún þurfti að gera. Hún hljóp inn í herbergi, greip geimverustyttuna úr hillunni, fór með hana út í glugga, kastaði henni í átt að geimskipinu og hrópaði: „Gjörið þið svo vel! Ég held að þessi tilheyri ykkur.“ Geimverurnar tvær gripu styttuna og fóru með hana upp í fjólubláu kúluna. Þær hófu kúluna til flugs og hurfu upp í himininn. Næsta morgun hjálpuðust Emilía og Aron að við að taka allt til og þrífa íbúðina hátt og lágt. Eftir þetta varð Emilía aldrei vör við að dótið hennar hyrfi eða færðist úr stað.
11 Alexandra og Moli María Ynja Alexsandersdóttir, 8 ára Það var einu sinni stelpa sem hét Alexandra sem var í fimmta bekk í Breiðholtsskóla og uppáhalds vinkona hennar hét Margrét. Alla daga eftir skóla fór hún að bera út dagblöð. Í einu af húsunum þar sem hún bar út blað bjó gömul kona sem hét Hulda. Hulda átti hund sem var 7 mánaða svartur Labrador sem hét Moli. Moli var mjög hress og skemmtilegur hvolpur sem elskaði að fara í göngutúra og leika sér. Moli og Alexandra voru miklir vinir og tók hún Mola alltaf með sér að bera út blöðin þar sem Hulda átti erfitt með að fara með hann í göngutúr. Dag einn þegar Alexandra var að koma með Mola úr göngutúrnum, sagði Hulda við hana að þetta væri í síðasta skipti sem Alexandra tæki Mola með sér í göngutúr þar sem hún væri að fara á elliheimili og Moli þyrfti að fara burt. Hundar væru ekki velkomnir á elliheimilið þar sem Hulda ætti að vera í herbergi með annarri konu. Þarna varð Alexandra að kveðja Mola í síðasta skipti. Er hún kom heim til mömmu sinnar og pabba varð hún mjög döpur. Foreldrar hennar tóku eftir því að Alexandra var döpur og fóru að spyrja hana hvað væri að. Þá sagði
12 Alexandra foreldrum sínum að Moli væri að fara í burtu vegna þess að gamla konan væri að fara á elliheimili. Eftir þetta töluðu mamma hennar og pabbi saman og þeim fannst þetta svo leiðinlegt að þessi vinskapur væri búinn. Þau stungu upp á því við hvort annað að Alexandra fengi að eiga Mola. Þau fóru heim til Huldu og spurðu hvort Moli mætti ekki bara koma og búa hjá þeim. Hulda varð mjög glöð yfir því að þau vildu taka Mola með sér heim. Mamma og pabbi Alexöndru ákváðu því að koma henni á óvart og þegar Alexandra kom heim úr skólanum einn daginn var Moli þar. Hún grét af gleði og var svo ánægð og hamingjusöm. Eftir þetta fóru Alexandra og Moli alltaf saman út að bera út blöðin. Þau komu alltaf við á elliheimilinu að heimsækja Huldu og hún var alltaf glöð að sjá þau.
13 Bessi, Stína og steineldrisinn Týr Fenger Ólafsson, 7 ára Bessi og Stína eru vinir. Bessi er 8 ára og Stína er 6 ára. Einn laugardag voru þau að leika sér áskólalóðinni við Sæmundarskóla. Bessi fór upp í kastalann að leika sér eins og hann gerir oft en í þetta sinn steig hann óvart á falinn takka á gólfinu. Þá opnaðist lítið leynihólf við hliðina á takkanum og upp skaust kort. Hann tók kortið og renndi sér niður rennibrautina til að sýna Stínu hvað hann fann. Þau skoðuðu kortið saman. Á kortinu var mynd af eyju og fyrir ofan myndina stóð „Smábarnaeyjan“. Þau sáu að eyjan var rétt fyrir utan Reykjavík. Það var rautt X á myndinni, það var á miðri eyjunni. Bessi og Stína voru forvitin um hvort það væri einhver fjársjóður á eyjunni undir X-inu. Þau fóru heim til Stínu og spurðu mömmu hennar hvort hún vildi skutla þeim niður á bryggjuna í Grafarvogi. Mamma hennar var til í það. Þar var lítil skúta sem hægt var að fá lánaða fyrir 20 krónur. Bessi var einmitt með 20 krónur í vasanum. Bessi og Stína sigldu út í eyjuna. Þegar þau komu út í Smábarnaeyju fundu þau stórar skóflur sem hafði verið stungið í sandinn. Þau tóku skóflurnar og gengu í átt að staðnum með x-inu. Á leiðinni töldu þau alla vega 50 smábörn sem bentu á Bessa og Stínu, það fannst þeim skrítið. Þegar þau veru komin að x-inu voru þar 5 smábörn sem sögðu:
14 „Þið megið alls ekki koma nálægt fjársjóðnum, það er eitthvað skrítið við kistuna.“ Bessi og Stína vildu ekki hlusta á smábörnin og byrjuðu að grafa. Þau grófu mjög langt niður í sandinn. Loksins rakst skóflan í kistuna. Bessi og Stína hjálpuðust við að ná henni upp úr holunni. Kistan var rauð á litinn með mynd af litlum eldrisa á lokinu. Til að opna kistuna þurftu þau lykil. Eitt smábarnið sem hafði varað þau við kistunni hafði lykilinn um hálsinn. Bessi og Stína báðu litla barnið mjög fallega um að láta sig fá lykilinn: Barnið sagði: „gjörið svo vel en ég vara ykkur aftur við: EKKI OPNA KISTUNA!“ Bessi og Stína voru alveg viss um að þetta væri allt í lagi en þau voru líka allt of forvitin til sleppa því að opna kistuna. Stína setti lykilinn í skráargatið og þá opnaðist kistan. Upp úr kistunni steig risastór steineldrisi. Um leið fór hann að trampa á húsum smábarnanna. Risinn var ótrúlega stór, hann var gerður úr steinum sem loguðu af eldi. Kraftar hans fólust í því að skjóta eldi úr báðum höndunum. Eldsteinrisinn var svo stór að hann gat vaðið sjóinn milli eyjarinnar og Reykjavíkur. Hann var því fljótur að komast yfir til Reykjavíkur og byrjaði að brenna allt sem hann sá, tré, hús og bíla. Bessi og Stína vissu ekkert hvað þau gætu gert til að stoppa steineldrisann. Eitt smábarnið á eyjunni sagði þeim frá bókasafni sem var þar og stakk upp á því að Bessi og Stína myndu fara þangað og leita í bókum að leið til að stoppa steineldrisann og koma honum aftur í kistuna. Inni á bókasafninu var lítið smábarn sem var bókavörðurinn. Bessi og Stína báðu hana að finna bækur um steineldrisa.
15 Mjög fljótlega var smábarna bókavörðurinn búin að finna tvær bækur. Fyrst opnuðu Bessi og Stína bók nr. 1 og sáu þar að til þess að stoppa risann þurftu þau að henda í hann grænfjólubláu seyði. Í bókinni stóð að uppskriftina fyndu þau í bók nr. 2. Í henni las Stína upp uppskriftina að seyðinu fyrir Bessa „kló af kisu, hraundropi, hundakúkur, steinn tekinn úr bjargbrún, jarðarberjakrem, 2 blóðdropar úr látnum manni, gullhár, tölvu móðurborð og fullt af vatni til að blanda í og sleif til að blanda með.“ Bessa og Stínu gekk mjög vel að finna allt nema kló úr kisu og hundakúk. Þar lentu þau í hremmingum. Bessi varð mikið klóraður á hendinni við að klippa beitta kisukló af pirraðri kisu. Stína spurði alla sem hún sá úti að labba með hundinn sinn hvort hún mætti eiga kúk hundsins, eftir að hann hefði lokið við að kúka. Það tókst eftir að hafa spurt átta hundaeigendur. Þau hrærðu öllum innihaldsefnunum saman í vísindaglas og settu svo lok á það. Næst leituðu vinirnir að risanum og loks þegar þau fundu hann í miðri Reykjavík skvettu þau seyðinu á hann. Þegar seyðið lenti á risanum mynduðust sprungur í steinunum. Síðan brotnaði steineldrisinn í marga litla loftsteina sem lentu mjúklega á jörðinni og eldurinn slokknaði þar í steinunum. Sál risans sveif aftur ofan í kistuna. Bessi og Stína settu litlu steinana sem voru á jörðinni í poka og sigldu með þá aftur á eyjuna og settu þá ofan í kistuna, lokuðu henni og brenndu. Þegar allt var búið og aftur komin ró og friður heyrðust fagnaðarhróp í fjarska. Næsta dag komu Bessi og Stína í fréttirnar og var talað um þau sem krakkahetjurnar í Reykjavík.
16 Dularfullir atburðir í Norðurbæjarskóla Berglind Svana Helgadóttir, 9 ára. 1. kafli – Flutningar Á sólríkum þriðjudegi í ágúst keyrði fjölskylda eftir löngum vegi í átt að nýju lífi. Einn úr fjölskyldunni hét Brimar. Hann var nýorðinn 9 ára. Hann var að flytja í nýtt hverfi og fannst mjög erfitt að vera að fara frá öllum vinum sínum og kveið því að þurfa að kynnast nýjum krökkum. Hvað ef engum myndi líka við hann í nýja skólanum? Hvað ef hann ætti ekki eftir að eignast neina nýja vini? Þetta, ásamt milljón öðrum spurningum, þaut í gegnum huga Brimars þegar hann keyrði inn Freyjugötu en þar stóð nýja húsið hans númer þrettán. 2. kafli – Nýr skóli Brimar vaknaði klukkan 7 næsta morgun en hann þurfti að byrja í 4. bekk í nýja skólanum sem hét Norðurbæjarskóli. Honum leið ekki vel, hann kveið svo mikið fyrir. Mamma hans fylgdi honum inn í skólann. Aðstoðarskólastjórinn tók vel á móti þeim. Hann kynnti sig og sagðist heita Þórir. Þórir var mjög almennilegur við þau. Hann fylgdi þeim inn í skólastofuna hans Brimars en þar stóð nýi kennarinn hans, Bergþóra og fullt af nýjum bekkjarfélögum sem sátu við borðin sín. Bergþóra kynnti Brimar fyrir krökkunum og bað Jónínu, Palla og Ómar að sýna honum skólann. Þau dæstu og spurðu Bergþóru hvort
17 þau þyrftu virkilega að labba um allan skólann. Hún sagði að þau hefðu gott af því að ganga svolítið. Brimar varð ofsalega hissa á þessari spurningu krakkanna. Hann lagði af stað með krakkana á hælunum. Þau sýndu honum ýmislegt, til dæmis bókasafnið, matsalinn og hinar skóla- stofurnar. Brimari leist vel á skólann en honum fannst krakkarnir of latir og þreyttir. Þegar bjallan hringdi fóru krakkarnir inn í stofu og settust við borðin sín og byrjuðu að læra. Eftir 80 mínútur sagði Bergþóra þeim að sækja nestið sitt. Brimar fékk vatnsmelónu og jarðaber í nesti. Hann sat með Palla, Ómari og Jónínu. Brimar spurði krakkana hvenær þau færu út í frímínútur. Krakkarnir sögðu letilega: „Hér eru engar frímínútur lengur.“ Brimar varð verulega hissa og kom ekki upp orði. En rétt náði að stama út úr sér: „Hvað gerið þið þá í staðinn fyrir að fara út að leika?“ „Við lærum allan daginn,“ svöruðu þau þreytulega. Þau héldu áfram: „Þegar við vorum í 2. bekk tók einhver frímínúturnar af okkur og við höfum ekki fengið þær aftur síðan þá.“ Bergþóra sagði þeim fljótlega að sækja stærðfræðibækurnar sínar og halda áfram að reikna margföldunardæmin síðan í fyrradag. Brimari leið eins og þetta væri föstudagurinn langi í gamla daga, mjög langur og leiðinlegur dagur. Þegar skólanum loksins lauk sótti mamma Brimars hann. Hann sagði mömmu sinni strax frá því að engar frímínútur væru í nýja skólanum. Brimar var sorgmæddur og saknaði gamla skólans mikið. Um kvöldið lagðist hann upp í rúm og
18 hugsaði hvað hann gæti gert til að gera nýja skólann skemmtilegri og hvernig hann gæti komið frímínútunum aftur á. 3. kafli – Góðar upplýsingar Brimar vaknaði morguninn eftir glaður og spenntur að fara að rannsaka frímínútnamálið. Þegar hann var kominn í skólann fann hann Ómar og Palla og bað þá um að hjálpa sér að koma frímínútunum aftur á í skólanum. Þeir voru mjög spenntir fyrir því. Þeir nenntu ekki að vera inni í stærðfræði allan daginn, alla daga. Þá kviknaði á peru í kollinum á Brimari um að njósna um alla kennarana til að komast að sannleikanum. Strákunum fannst þetta geðveik hugmynd. Þeir fóru upp á skrifstofuna og byrjuðu að njósna. Allt í einu heyrðu þeir einhvern hlæja eins og NORN!!! Þessi rödd var drungaleg og skrítin. Manneskjan sagði „þessi síðustu tvö ár hafa verið geggjuð eftir að ég tók frímínúturnar í burtu, krakkarnir eru orðnir svo latir og þreyttir“. Palli sagði: „Ég held að þetta sé …“ en hann náði ekki að klára setninguna því að Þórir aðstoðarskólastjóri kom og spurði þá hvað þeir væru að gera. Þeir svöruðu ekki og strunsuðu niður í skólastofuna sína. Strákarnir ákváðu að halda áfram að njósna um kennarana næstu tvo daga og sjá hvort þeir myndu ná að leysa málið. Eftir að strákarnir voru búnir að njósna í tvo daga var Palli handviss um að þetta hefði verið skólastjórinn að hlæja tveimur dögum fyrr. Hann sagði strákunum frá því sem hann hélt og Ómar tók andköf og sagði: „Nei, það getur ekki verið,
19 skólastjórinn er alltaf svo góð.“ Palli sagði „jú, þetta var skólastjórinn ég þekki röddina hennar.“ Ómar var ekki sammála Palla. Strákarnir ákváðu að halda áfram að njósna og komast að sameiginlegri niðurstöðu.
20 4. kafli – Vondi skólastjórinn Einum degi seinna litu strákarnir í gegnum rúðuna á skrifstofudyrum skólastjórans og sáu og heyrðu hana hlæja sama nornahlátrinum sem þeir höfðu heyrt nokkrum dögum fyrr. Þá föttuðu þeir hver það var sem hafði tekið frímínúturnar. Þeir hlupu niður í matsal að leita að Þóri en það tók þá í mesta lagi tvær mínútur að finna hann. Þórir trúði þeim ekki fyrst, því skólastjórinn var alltaf svo indæl en hann ákvað samt að fara með strákunum upp á skrifstofu til að komast að sannleikanum. Þegar þeir voru komnir fyrir utan skrifstofu skólastjórans heyrðu þeir hana segja: „Við þurfum að taka meiri gleði af krökkunum“ og fara svo að hlæja. Brimar sagði: „Nei, nú segi ég stopp,“ þeir opnuðu dyrnar og stukku inn. Brimar hrópaði „hættu nú!“ Skólastjórinn sagði: „Hvernig dirfist þið að koma svona inn á skrifstofuna mína án þess að banka á dyrnar?“ „Hvernig dirfist þú að taka frímínútur af krökkum?“ sagði Brimar þá alvarlegur á svip. Skólastjórinn varð hissa og steinþagði. Þórir skammaði skólastjórann fyrir að vera svona vond við krakkana. Á meðan hlupu Brimar og strákarnir um skólann og söfnuðu öllum krökkunum saman. Brimar ræddi við þau að ef þau vildu fá að fara aftur út að leika í skólanum og hætta að vera löt og þreytt þyrftu þau að fylgja þeim. Þeir létu alla krakkana líka vita að skólastjórinn hefði tekið frímínúturnar af þeim fyrir tveimur árum og þau ættu öll að öskra á hana: „Farðu burt!“ Krakkarnir urðu mjög spennt og ofboðslega til í að fá frímínútur aftur í skólann. Þau gengu öll upp stigann grimm á
21 svip og tilbúin að öskra á skólastjórann. Þegar þau gengu inn um dyrnar öskruðu þau af öllum lífs og sálar kröftum á skólastjórann: „Farðu burt, farðu burt!“ Skólastjórinn varð hrædd og hljóp út úr skólanum og inn í bílinn sinn og keyrði burt. Allir fögnuð Brimari og strákunum og þeir urðu hetjur skólans. Þórir varð skólastjóri og setti frímínúturnar aftur á og allir urðu hamingjusamir í skólanum á ný. Aldrei sáust latir, þreyttir og fúlir krakkar í Norðurbæjar- skóla eftir þetta. Og vondi skólastjórinn sást aldrei framar í Norðurbæjarskóla. Sem betur fer …
22 Halli hamstur og félagar Eva María Norðfjörð, 9 ára og Axel Máni Norðfjörð, 7 ára
23 Einu sinni var hamstur sem hét Halli, honum fannst gaman að leika við vini sína og einnig mjög gaman að lita. Einnig var hann mjög flinkur að fara kollhnís. Á sólríkum sumardögum fannst honum skemmtilegast að blása sápukúlur, busla í vaðlaug og drekka svalandi íste.
24 Á rigningardögum var gott að vera í græna regngallanum sem amma hans gaf honum. Þá var hann tilbúinn að busla í pollunum. Á vetrardögum gisti hann oft hjá Kisa vini sínum og þeir spiluðu bingó saman.
25 Dag einn voru vinirnir á göngu nálægt eldgosi og þar komu þeir auga á slasaðan hund sem hét Perla. Halli og Kisi veifuðu þyrlu sem var að fljúga yfir eldgosinu og Þorri þyrluflugmaður flaug með vinina og Perlu á spítalann. Perla hafði fengið skurð á vinstri framfót og vinstra eyra.
26 Á spítalanum sagði Perla nýju vinum sínum frá öllu sem gerst hafði. Eldgosið hafði runnið á húsið hennar og þegar hún var að flýja datt hún og slasaði sig. Halli og Kisi vildu vera góðir við Perlu og gáfu henni blóm, ný föt og súkkulaði. Þegar Perla var útskrifuð af spítalanum, flutti hún til Halla hamsturs. Húsið hennar Perlu hafði eyðilagst í eldgosinu og Halli var með gestaherbergi. Þau voru ánægð saman í gula húsinu og Kisi kom oft í heimsókn.
27 Spurningar 1. Hvaða dýr er Halli? 2. Hvað drekkur Halli á sólríkum sumardögum? 3. Hvernig er regngallinn hans Halla á litinn? 4. Hvað heitir besti vinur Halla? 5. Hvað heitir hundurinn sem slasaðist? 6. Hver hjálpaði vinunum á spítalann? 7. Hvaða gjafir fékk Perla? 8. Hvert flutti Perla?
28 Draugasaga Óttar Ingi Kristófersson, 9 ára 1. kafli Einu sinni var vondur draugur sem fór inn í hús og það voru tvær stelpur inni í húsinu. Stelpurnar urðu mjög hræddar þegar draugurinn sagði úúúúú. Þá var hann að koma inn í herbergið þeirra. Þær voru uppi í rúmi. Draugurinn kom nær og nær stelpunum og þær fóru undir sæng. Þá leit draugurinn í spegil og sá sjálfan sig og öskraði hátt og lengi. Stelpurnar öskruðu líka. Þá kom annar draugur og þær kölluðu á mömmu og pabba: „Mamma! Pabbi!“ Þessi var líka vondur og öskraði þegar hann kíkti í spegilinn og sá sig sjálfan. Síðan komu mamma og pabbi og þau öskruðu þegar þau sáu draugana. Draugarnir voru svo reiðir að þeir öskruðu og stöppuðu niður fótunum. Allir voru mjög hræddir því annar draugurinn slökkti ljósin. Stelpurnar urðu enn hræddari og öskruðu: „AAAAA, hvað er að gerast, hjálpið okkur!“ Draugarnir nálguðust og nálguðust og stelpurnar og mamman og pabbinn voru mjög hrædd. Stelpurnar hjúfruðu sig saman og hvísluðust á. „Við skulum hringja í lögregluna og fá hana til að bjarga okkur.“ Draugarnir heyrðu stelpurnar hvíslast á og öskruðu: „þið skuluð ekki voga ykkur að hringja á lögregluna!“ Stelpurnar öskruðu enn hærra og laumuðust samt til að hringja.
29 Lögreglan kom á svæðið og fangaði draugana í draugabox. Lögreglan vissi ekki að draugarnir gátu komist sjálfir úr boxinu. 2. kafli Lögreglan keyrði á lögreglustöðina með draugaboxið í skottinu á lögreglubílnum. Þegar lögreglumennirnir komu inn á lögreglustöðina opnuðu þeir boxið. Þá kom í ljós að það var tómt, draugarnir voru horfnir. Draugarnir voru samt í boxinu. Þeir voru ósýnilegir þannig að löggurnar sáu þá ekki. Lögreglumennirnir voru mjög pirraðir. Þeir hringdu í allar hinar löggurnar og sögðu þeim að kíkja í öll húsin í bænum og finna draugana. Draugarnir voru hissa yfir öllum þessum lögreglumönnum og kölluðu á alla draugavini sína. Löggurnar keyrðu út um allan bæ og fóru í öll húsin að leita að draugum. Þær fundu bara tvo drauga en ekki draugana sem höfðu verið handteknir. Þetta voru gamlir góðir draugar sem voru að hjálpa fólki. Löggurnar sáu að þetta voru hjálpardraugar og slepptu þeim. 3. kafli Nú voru draugarnir einir á lögreglustöðinni því löggurnar voru úti um allan bæ að leita að þeim. Draugarnir voru í hláturskasti yfir þessu öllu. Þeir ákváðu að gera prakkarastrik. Þeir máluðu veggi í lögreglustöðinni með Póný-myndum. Þeir breyttu lögreglumerkinu sem var utan á húsinu í merki með Póný-hesti. Þeir breyttu líka fangaklefunum í skrifstofur
30 lögreglunnar. Skrifborðin og stólarnir og tölvurnar og allt sem löggurnar nota í vinnunni sinni var núna inni í fangaklefum. Þegar löggurnar komu til baka voru þær mjög hissa að sjá Póný-myndir úti um allt og skrifstofurnar inni í fangaklefum. Fimm löggur fóru inn í fangaklefana til að skoða nýju skrifstofurnar og læstust inni. Hinar löggurnar gátu ekki hleypt þeim út því þær voru ekki lengur með lyklana Draugarnir voru með lykla að öllum fangaklefunum. 4. kafli Stelpurnar tvær og mamman og pabbinn, sem draugarnir voru heima hjá, komu nú á lögreglustöðina og tókst að bjarga löggunum út úr læstu klefunum. Löggurnar voru þakklátar og sögðu: „Takk, takk, takk fyrir að bjarga okkur.“ Næsta dag kom lögreglumaður í viðtal í fréttunum og sagði frá draugunum og öllu því sem hafði gerst. Þeir þökkuðu fjölskyldunni kærlega fyrir að vera hetjur og bjarga þeim úr fangaklefunum. Draugarnir hurfu allir og enginn hefur séð þá aftur. Hver veit, kannski eru þeir í öðrum bæ eða öðru landi?
31 Krúsídúllurnar Sara Björk Eiríksdóttir, 9 ára Einu sinni var lítil átta ára stelpa sem hét Aníta, hún bjó í litlum bæ nálægt drungalegum skógi. Mamma hennar og pabbi höfðu sagt henni að fara ekki of langt inn í skóginn því mörg börn hefðu aldrei komið aftur þaðan þrátt fyrir mikla leit allra í bænum. Dag einn varð hún forvitin að vita hvað væri í skóginum og hver hefðu orðið örlög barnanna sem hurfu. Aníta fór aðeins of langt inn í skóginn og áður en hún vissi af … rataði hún ekki heim aftur. Langt inni í skóginum rakst hún á skuggalegt hús, húsið var greinilega málað fyrir löngu síðan, sprungur voru í gluggum og reykur stóð upp úr strompnum. Út úr húsinu kom gömul kona í slitnum fötum með grátt hár og furðulegan hatt. Aníta var farin að verða svolítið hrædd því að hún mundi eftir því hvað mamma og pabbi sögðu um krakkana sem höfðu týnst úti í skógi og aldrei komið heim aftur. Konan steig út fyrir dyrnar og ætlaði að nálgast Anítu. Aníta steig nokkur skref afturábak og gamla kona kallaði „passaðu þig á holun…“ Allt í einu var eins og að fótunum hefði verið kippt undan Anítu AAAAaaaaaa!!!!!!!!! Hún rann ofan í jörðina líkt og í
32 rennibraut. Þegar hún hafði þotið niður í smástund endaði rennibrautin og hún sveif í lausu lofti, hún sveif á kjólnum svolítið eins og Lísa í Undralandi. Þegar hún var komin með fast land undir sig var hún stödd í sveppaþorpi, eða sko íbúarnir voru sveppir sem bjuggu í enn þá stærri sveppum. Lýsing á verunum: • allir með sveppi á hausnum • flestir með eitthvað á bakinu eins og bakpoka • ógeðslega sætir • húsin voru úr sveppum svona eins og hjá Strumpunum! Aníta var ekkert það stór miðað við aldur og var kannski bara aðeins hærri en sveppirnir. Ein mjög gömul sveppakona kom til hennar og sagði að þau hefðu bjargað henni frá ForboðnaSkógi. Þar bjó víst skelfileg seiðkona sem hét Búkolla og var mesti óvinur þeirra. „Óóóó!!!“ sagði Aníta enn ein spurning. „Hver eruð þið, eruð þið með leyfi?“ „Ó, já … hvers konar dónar erum við,“ segir sveppakonan. „Við erum krúsídúllurnar,“ sagði elsta krúsídúllan sem stjórnaði greinilega og kynnti flestar krúsídúllurnar eins og til dæmis: „Æi, ég gleymi nöfnunum, þær eru svo líkar og svo margar nema það var einn krúsídúllu-strákur sem hét Kevin.“
33 Eftir kynninguna spurði Aníta hvernig hún kæmist til baka. Þá sagði æðsta krúsídúllan: „… fara? En þú varst að koma væna mín, þú munt verða ein af okkur … um alla eilífð,“ og fór hægt og rólega að breytast og á endanum varð hún mjög KRÍPÍ! Þá varð Anítu hugsað til gömlu konunnar sem krúsídúllurnar kölluðu Búkollu. Kannski hafði hún reynt að vara hana við og bjarga henni. „En ég verð að fara, mamma og pabbi verða hrædd um mig og halda örugglega að eitthvað hafi tekið mig,“ sagði Aníta mjög óörugg. Hún skynjaði einhverja reiði í krúsídúllunum, hún var orðin mjög hrædd því það uxu klær á krúsídúllurnar og urðu stærri og stærri, tennurnar urðu að vígtönnum og ljótar bólur spruttu fram í andliti þeirra … Þarna PANIKERAÐI Aníta, tók eitt og eitt skref afturábak, allar krúsídúllurnar voru farnar að reiðast og allt í einu hlupu þær allar af stað og það sama gerði Aníta. Þegar Aníta var búin að hlaupa úr sér hjartað kom hún allt í einu að stóru bjargi. Ókei, nú voru tveir möguleikar: Númer 1: að stökkva fram af bjarginu og vona það besta. Númer 2: láta krúsídúllurnar éta sig lifandi eða eitthvað jafnvel verra, hún þorði ekki að hugsa um það.
34 Aníta var nokkuð viss um að fyrri kosturinn hefði verið betri, svo áður en hún gat hugsað sig um stökk hún fram af bjarginu. AAAAAA!!!!!!!!!!!!! „Guð minn góður, Guð minn góður,“ sagði hún í sífellu. Splass!!! Hún var komin á bólakaf en það síðasta sem Aníta heyrði var að elsta krúsídúllan sagði „er ég eitthvað að mygla eða haldið þið líka að hún sé dauð?“ En Aníta var ekki dáin, hún sá ljós djúpt ofan í vatninu og um það bil þegar lungun voru farin að öskra á loft, kom glóandi hafmeyja og galdraði loftkúlu utan um Anítu og sagði: „Á ég að senda þig aftur til baka?“ „Já, svaraði Aníta!!! ... hvernig get ég þakkað þér fyrir að bjarga mér?“ „Ó, já, ég ætla að hætta að henda rusli í sjóinn.“ vússs púss bamm búmm Loftkúlan sveif af stað upp úr vatninu og yfir þorpið þar sem krúsidúllurnar horfðu undrandi á hana. Aníta veifaði til þeirra og sagði „sjáumst seinna, krúsídúller“ og sá hvernig gamla krúsídúllan varð æf af reiði og sparkaði í sveppahús sem hún stóð við hliðina á. Aníta sveif alla leið upp um holuna sem hún datt gegnum.
35 Loftbólan sprakk svo að lokum fyrir utan hús Búkollu. Aníta labbaði hægt að húsinu og allt í einu opnuðust dyrnar og Búkolla kom til dyra, „komdu inn gæskan,“ sagði Búkolla. Aníta kom inn fyrir og váááá … húsið var svo flott að innan, þarna voru kertastjakar, myndir og líka feitur köttur. „Fáðu þér sæti gæskan,“ sagði Búkolla. Aníta gerði það. Síðan spurði Búkolla hvað hún héti. „Ég heiti Aníta.“ „En fallegt nafn,“ sagði Búkolla, „ég heiti Auður.“ „Haaa!!??? heitirðu ekki Búkolla?!?“ sagði Aníta. Auður frussaði te-inu út um nefið á sér… „Búkolla!!! Afhverju í ósköpunum hélstu það?“ spurði Auður. Aníta sagði Auði frá krúsídúllunum og hvort að hún vissi eitthvað um þær. Auður sagði Anítu frá því að krúsidúllurnar hefðu í gegnum tíðina tekið börn sem hefðu farið of langt inn í skóginn og hneppt þau í álög. Hún væri búin að reyna að finna leið til að frelsa þau en ekkert gengi. „En værirðu til í að gera mér greiða,“ sagði Aníta. „Já, auðvitað,“ svaraði Auður. Þá spurði Aníta hvort hún væri ekki til í að hjálpa sér að komast heim?“ „Já, já, ekki málið,“ svaraði Auður, „ég er einmitt með rétta farartækið fyrir þig“ og sýndi henni loftbelginn sem var í bakgarðinum hennar. Á hlið belgsins var talan 40. Aníta spurði þá Auði út í það og Auður útskýrði fyrir henni að hún
36 hefði fengið loftbelginn í fertugsafmælisgjöf en aldrei þorað að nota hann. Aníta öskraði af lífs og sálar kröftum þegar belgurinn tókst á loft en hún hafði aldrei verið hrifin af mikilli hæð. Þegar Aníta var búin að venjast hæðinni eða sko ekki beint venjast, meira svona halda fyrir augun á sér, sveif hún yfir svæðið þar sem ICEGUYS tónleikarnir voru í fullum gangi. „Ooohhhhh,“ andvarpaði hún, „mig langaði svo mikið að fara á þessa tónleika. Úúúúúú …HUGMYND,“ sagði Aníta og án þess að hugsa frekar út í það, stökk hún niður úr loftbelgnum og sveif á kjólnum fimlega niður á jörðina. Hún bjó sig undir að fagna vel heppnaðri lendingu en … „aaahh, ég er á sviðinu, uuuuu ...“ Ég er Aníta óstöðvandi, hugsaði hún og síðan ... rappaði hún með þeim „krumlaaaa, ég gefst upp og geng í burt, krumlaaa ég gefst upp á þéérrrrr!!!“ Í miðju viðlagi byrjaði hún að finna fyrir jarðskjálfta, allt hristist og nötraði. Er komið eldgos, hugsaði hún!? Nei, ég sé ekkert hraun … En þá opnaði hún augun og sá mömmu og pabba sitja á rúminu hennar og reyna að vekja hana. Hún varð himinlifandi að þetta ferðalag hafi bara verið draumur. Samt ekkert svo slæmur draumur.
37 Leyndarmálið mitt Sigrún Sif Ómarsdóttir, 9 ára Ég var á leiðinni í skólann og þegar ég labbaði í gegnum garðinn minn sá ég geimskip. Ég var mjög hissa en líka smá forvitin svo ég ákvað að fara inn í geimskipið. Þar inni var geimvera sem var blá á litinn og með þrjú augu. Geimveran byrjaði að blaðra og blaðra alveg stanslaust við mig. Ég varð dálítið smeyk og sagði við hana að ég æfði karate, „svo láttu mig í friði“! Geimveran hætti að blaðra í augnablik og sagði svo allt í einu: „Hvað er karate“? og byrjaði svo aftur að blaðra endalaust. Ég ákvað að fara úr geimskipinu og halda áfram að labba í skólann en á leiðinni fann ég mjög skrýtinn lykil sem leit út eins og sól. Ég setti lykilinn í skólatöskuna mína. Þegar ég kom í skólann sagði ég öllum frá því að það hefði verið geimskip og geimvera í garðinum mínum. Enginn trúði mér því ég var pínu lygari stundum. Einu sinni sagði ég við krakkana að ég hefði fengið páfagauk sem gæti farið heljarstökk aftur á bak en það var ekki satt, ég vildi bara fá athygli og vera vinsæl. Eftir skóla fór ég heim og sagði mömmu frá geimverunni og hún trúði mér ekki. Næst fór ég til pabba og sagði honum frá geimverunni og hann trúði mér ekki heldur. Næsta dag þegar ég fór í skólann labbaði ég aftur í gegnum garðinn og geimveran var enn þá í geimskipinu í garðinum.
38 Ég ákvað að kíkja inn í geimskipið en ég var svolítið smeyk um að geimveran færi að blaðra úr sér allt vit og ég myndi mæta of seint í skólann. Þegar ég kom inn í geimskipið var komin önnur geimvera og geimverurnar voru að tala saman á mjög skrýtnu tungumáli sem ég skildi ekkert í. Þær litu allt í einu á mig og störðu furðu lostnar. Ég varð svo hrædd að ég hljóp í burtu og rakleiðis inn í skólann. Ég ákvað að segja engum frá því sem ég sá því enginn myndi trúa mér. Eftir skóla ákvað ég að mana mig upp og vera hugrökk og fara aftur inn í geimskipið því geimverurnar hlutu að vera villtar og þurftu kannski aðstoð við að komast heim til sín aftur. Ég fór inn í geimskipið og þær voru enn þá að tala saman en ég ákvað að ræskja mig svo þær myndu líta á mig. Þær litu ekki á mig sama hvernig ég reyndi að ná athygli þeirra. Á meðan ég var að reyna það, með því að sveifla höndunum og hoppa, sá ég glerbox sem var með takka og á glerboxinu var form eins og sól, alveg eins og sólarlykillinn sem ég fann í garðinum fyrir utan geimskipið. Ég prófaði að setja sólarlykilinn í glerboxið og á sama augnabliki opnaðist boxið og ég ýtti á takkann. Um leið og ég var búin að því hristist geimskipið mjög mikið.Geimverurnar hættu að tala saman og byrjuðu að fagna af gleði, þær litu á mig brosandi. Mér brá svo mikið að ég ákvað að stökkva út til að fara ekki upp í geim með þeim. Ég horfði svo á geimskipið hverfa á meðan ég lá á grasinu eftir að hafa stokkið út. Ég ákvað að halda þessu sem leyndarmáli sem bara ég vissi af. Því það trúði mér hvort sem var enginn og ég ákvað að skrifa þetta í leynibókina mína.
39 Martröðin Mói Sigurjónsson, 9 ára Einu sinni var ég næstum því dauður eða hélt að það myndi gerast. Ég ligg uppi rúmi og get ekki sofnað. Ég hefði ekki átt að horfa á fréttirnar áðan með mömmu og pabba. Í fréttunum var verið að lýsa eftir morðingja sem hafði framið kaldrifjað morð fyrr í vikunni og var enn ófundinn. Herbergið var lokað en ég fann það á mér að það væri einhver þarna fyrir utan inni í eldhúsi. Ég vissi ekki hvað það var, manneskja eða ófreskja. Ég ákveð að standa upp og athuga málið. Þegar ég opna dyrnar á herberginu þá sé ég í myrkrinu að inni í stofu er einhver sem líktist alræmdum morðingja og hann er að hnýsast í hnífaskúffuna. Þarna þurfti ég að vera snar og snöggur að hlaupa niður í herbergið til mömmu og pabba. Þegar ég kem þangað hristi ég pabba til svo að hann vakni og hvísla að þeim að eftirlýsti morðinginn sé uppi í stofu! Mamma og pabbi trúa mér ekki og vilja bara fara aftur að sofa og segja mér að koma bara upp í rúm til þeirra og fara að sofa, þetta hafi bara verið martröð hjá mér. Þá heyrist DUNK DUNK uppi en mamma og pabbi eru steinsofnuð aftur og heyra ekki neitt. Þannig að þá þurfti ég að gera gildrur sjálfur. Ég hafði einu sinni gert eina gildru á pabba sem svínvirkaði og nú þyrfti ég bara að endurtaka leikinn. Ég varð að finna til allt dótið sem þurfti en auðvitað
40 var það allt uppi. Svo fattaði ég að ég gæti notað tannþráð og bundið við handriðið á stiganum svo að morðinginn myndi detta. Þá gæti ég sannað fyrir foreldrum mínum að það væri eftirlýstur morðingi heima hjá okkur og þetta hefði sko ekki verið nein martröð. Sem þetta var nú eiginlega nema ég er vakandi. Sem betur fer finn ég tannþráð inni á baðherberginu sem er niðri og læðist upp stigann til þess að binda hann við handriðið. Ég heyri þá fótatak sem nálgast stigann svo ég dríf mig niður stigann og fel mig í þvottakörfunni í þvottahúsinu og vona að hann gangi í gildruna. DUNK! DUNK! DUNK! DUNK! ÓP OG VEIN heyrast úr stiganum! Ég hleyp eins og fætur toga inn í svefnherbergi mömmu og pabba. Þau hljóta að hafa vaknað við þessi læti. Pabbi stekkur á fætur og hleypur fram. „Hvaða andskotans hávaði er þetta?“ öskrar hann og þá sér hann mann liggja vankaðan við fæturna á sér. Hann trúir ekki sínum eigin augum. Hann nuddar augun svo þegar hann var búinn að því hringir hann í neyðarlínuna og biður um hjálp. Sem betur fer er maðurinn rotaður og því engin hætta á ferð á meðan við bíðum eftir lögreglunni og sjúkrabíl. Þegar sjúkrabíllinn og lögreglan mæta loks, handtaka manninn og setja hann upp á börur þá sjá mamma og pabbi að þetta er AFI! Mamma tryllist og biður lögregluna um að leysa handjárnin því þetta sé pabbi hennar! Mamma hafði gleymt því að afi hafi ætlað að koma og gista hjá okkur og lét því pabba aldrei vita svo enginn vissi neitt. Afi hafði komið um nóttina og var með lykil, hann varað fá sér kvöldsnarl fyrir
41 svefninn þegar ég sá hann inni í eldhúsi. Lögreglunni fannst gildran mín algjör snilld en sagði mér að sleppa því næst og hringja frekar á lögregluna strax. Svo ræddu þau við mömmu og pabba um að taka mark á mér þegar ég væri hræddur. Ég ætla allavega að sleppa því að horfa á fréttirnar framvegis.
42 Afi spæjó Hallgerður Harpa Hilmisdóttir, Karítas Þórðardóttir, Rakel Harðardóttir, Sóley Ingvarsdóttir, Thelma Sigríður Helgadóttir, 11 ára Það voru einu sinni þrír krakkar, tveir strákar og ein stelpa sem langaði mjög mikið að leysa alvöru ráðgátur. Strákarnir hétu Rúnar og Atli og stelpan Ísold. Þau höfðu lesið allar ráðgátubækurnar og horft á allar ráðgátumyndirnar. Einn daginn voru krakkarnir heima hjá afa Rúnars að drekka kakó.Hann var að lesa Fréttablaðið og var mjög áhyggjufullur á svip. Síðan kom afi Rúnars inn í eldhús og sagði: ,,Krakkar mínir, því miður þurfið þið að fara núna“. Krakkarnir kláruðu kakóið sitt og fóru. Þau voru mjög spennt því þau fengu James Bond bók að láni frá afa Rúnars og ætluðu heim til Atla að lesa hana. Þegar þau komu heim til hans opnuðu þau bókina og það datt miði út úr henni. Þau urðu mjög hissa og ákváðu að lesa hvað stóð á miðanum. Þar stóð: Mæta út á fótboltavöll kl. 7:00. Krakkarnir veltu þessu fyrir sér og fannst þetta vera mjög dularfullt. Kannski hafði afi Rúnars gleymt þessum miða í bókinni. Klukkan var orðin 19:30 og Ísold og Rúnar þurftu að fara heim en vildu það samt ekki af því að þau langaði að rannsaka
43 þetta mál betur. Þau ákváðu að spyrja hvort þau mættu gista heima hjá Atla og þau máttu það. Þau voru búin að plana að fara snemma daginn eftir út á fótboltavöll og sjá hvort þetta væri í alvörunni miði sem afi Rúnars hefði skrifað. Næsta dag vöknuðu þau snemma þótt það væri laugardagur til að sjá hvað afi væri að bralla. Þegar þau komu á fótboltavöllinn sáu þau afa og svartklæddan mann vera að tala saman. Þeir fóru saman í hvítan sendibíl og keyrðu í burtu. Krakkarnir voru á hjólum svo þau eltu bílinn. Eftir smástund stoppaði bíllinn við hliðina á einhverju húsi sem var greinilega ekki hægt að búa í, gluggarnir voru brotnir og þetta hús var ekki búið að mála í örugglega meira en 50 ár. Krakkarnir voru í sjokki þegar afi og svartklæddi maðurinn fóru inn í húsið. Krakkarnir kíktu í gegnum glugga á húsinu. Þau sáu afa og svartklædda manninn vera að tala saman. Afi Rúnars leit að glugganum og sá krakkana og sagði við þau að þau þyrftu að fara heim, greinilega orðinn reiður. Krakkarnir sögðu honum allt um miðann. Þá ákvað hann að hleypa þeim inn. Krakkarnir voru ekki alveg viss um að fara þangað inn því þessi svartklæddi maður leit alls ekki vinalega út en loks fóru þau inn. Afi Rúnars ákvað að segja krökkunum allt. Hann sagði þeim að hann væri að leysa risa vandamál og þessi svartklæddi maður væri að hjálpa honum. Þeir voru að reyna að ná dularfullum manni sem hefði stolið fullt af skartgripum. Afi sagði að krakkarnir mættu hjálpa til við að
44 finna manninn ef þau myndu ekki segja neinum. Eftir þetta fóru afi og krakkarnir heim til afa Rúnars til að ræða málin. Þegar þau komu heim sagði afi: ,,Það eina sem ég veit er að þessi maður ætlar einhvern tímann að flýja í burtu með alla verðmætu skartgripina.“ Krakkarnir voru mjög til í þetta. Næsta dag fóru krakkarnir og afi í skartgripabúðina sem að dularfulli maðurinn hafði stolið úr. Afgreiðslumaðurinn sagðist ekki hafa verið á vakt þegar þetta gerðist og sá sem hefði verið á vakt byggi í Kaplaskjólinu. Eftir það keyrðu afi og krakkarnir í Kaplaskjólið að hitta þann sem var að vinna daginn sem skartgripunum var stolið. Þegar þau komu bönkuðu þau upp á og það kom kona til dyra. Afi spurði: ,,Geturðu nokkuð sagt okkur hvað gerðist þegar það var stolið úr búðinni?“ Konan sagði: ,,Þetta gerðist svo hratt, það eina sem ég veit er að hann var svartklæddur og með svart skegg.“ ,,Takk fyrir spjallið,“ sagði afi Rúnars og kvaddi konuna. Krakkarnir þurftu öll að fara heim og afi Rúnars fór líka heim til sín. Næsta dag fóru þau aftur í skartgripabúðina til að finna eitthvað sem gæti hjálpað þeim með rannsóknina. ,,Bíddu hvað er þetta?“ sagði Atli og benti á moldina sem var fyrir aftan afgreiðsluborðið. ,,Eru þetta fótspor?“ sagði Ísold. ,,Eigum við að googla hvernig skór þetta eru. Kannski getum við þá fundið út eitthvað um þjófinn.“ ,,Nike pro,“ sagði Ísold sem var strax búin að googla það í símanum sínum. ,,Þjófurinn hefur örugglega verið í skítugum skóm
45 á meðan hann var að stela.“ ,,Segjum afa frá þessu,“ sögðu krakkarnir. Krakkarnir fóru til afa Rúnars. ,,Afi, afi, þú verður að koma,“ sagði Rúnar ,,Sjáðu þessi skítugu fótspor á gólfinu!“ ,,En hvernig á þetta samt að hjálpa okkur?“ spurði afi Rúnars. ,,Við vitum það ekki en við vitum samt að þetta eru Nike pro skór,“ sagði Ísold. ,,Ég skal hafa augun opin fyrir einhverjum í Nike pro skóm,“ sagði afi Rúnars. Krakkarnir lögðu af stað heim en afi Rúnars ákvað að halda áfram að rannsaka í smástund lengur. Eftir að hafa hugsað sig aðeins um fattaði afi Rúnars að maðurinn sem var að hjálpa honum var þjófurinn. Hann er alltaf í Nike pro skóm, er með svart skegg og oftast svartklæddur. Þá sá hann mann labba inn í búðina og það var mjög skrítið af því að á þessum tíma var enginn í búðinni af því að henni var lokað eftir ránið. Maðurinn sá afa Rúnars og gekk til hans, greip í öxlina á honum og dró hann til sín og hvíslaði að honum: ,,Ef þú segir einhverjum þá lendir þú í vondum málum.“ Þetta var svartklæddi maðurinn. Á sama tíma ákváðu krakkarnir að fara aftur til baka til að sjá hvernig afa Rúnars gengi því þau voru allt of spennt til að fara bara heim. Krakkarnir fóru inn í búðina og leituðu alls staðar en sáu afa hvergi. Allt í einu sáu þau afa og svartklædda manninn og um leið og þau sáu svipinn á svartklædda manninum vissu þau að eitthvað væri í gangi. Atli sagði að það væri eitthvað skrýtið við þennan svartklædda og það væri best að hringja á lögguna. Krakkarnir samþykktu það. Löggan kom
46 skömmu síðar og það kom í ljós að svartklæddi maðurinn var þjófurinn sem stal úr skartgripabúðinni. Hann var greinilega hræddur við löggur því hann reyndi ekki einu sinni að ljúga. Þá var svartklæddi maðurinn handtekinn. Síðan bauð afi Rúnars öllum krökkunum í spæjaragengið sitt og þau fögnuðu og fóru og nutu þess að drekka kakó heima hjá afa.
47 Draumurinn Kolbrún Emma Daðadóttir, 10 ára Hekla var að ganga heim úr píanótíma klukkan 19:40 þegar allt í einu kom mjög stór jarðskjálfti sem var eins og Suðurlandsskjálftinn. Um leið og jarðskjálftinn var búinn byrjaði mamma Heklu að hringja í hana. Mamma hennar sagði: „Hekla María hvar ertu?!“ „Í undirgöngunum hjá tónlistarskólanum,“ sagði Hekla. „Bíddu við tónlistarskólann, pabbi kemur að ná í þig,“ sagði mamma hennar. Þannig að Hekla hljóp aftur að tónlistarskólanum og beið eftir pabba sínum. En þá byrjaði Hekla að hugsa af hverju þetta hefði komið fyrir núna því það höfðu ekki verið neinir jarðskjálftar undanfarið. Svo kom pabbi hennar og hún gat ekki hugsað um það meir. Þegar Hekla og pabbi hennar komu heim var klukkan 19:46 og mamma Heklu var búin að elda kvöldmat. Þegar fjölskyldan var að borða spurði Hekla pabba sinn hvað hefði gerst í dag þegar skjálftinn kom. „Við í víkingafélaginu Rimmugýgi höldum að Óðinn hafi fengið bréf frá Loka og sé reiður,“ sagði pabbi alvarlega. „Freyr, í alvöru, það er matur!“ sagði mamma ásakandi. Eftir mat reyndi Hekla að sofa en hún gat ekki hætt að hugsa um það sem pabbi hennar hafði sagt við matarborðið. Næsta dag skrópaði Hekla í skólann en fór í staðinn á Landsbókasafnið og leitaði í fjóra klukkutíma að einhverjum
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=