RISAstórar smáSÖGUR 2023

5 Í þessu safni má lesa sögur eftir tuttugu rithöfunda. Í bókinni sjáum við hvað þeim liggur á hjarta, hvað þeim finnst spennandi og hvað þeim finnst fyndið. Við sjáum hvað þeim finnst skipta máli og hvað þeir eru að hugsa um. Við lesendurnir fáum að sjá heiminn frá tuttugu mismunandi sjónarhornum. En ég meina ekki bara að þetta sé ægilega menntandi og þroskandi fyrir okkur lesendurna – nei, nei, nei! Engar áhyggjur. Þetta eru skemmtilegar sögur. Tölvuleikir, fjölskyldur, galdrar, glæpir, ofurhetjur, svín, geimferðir, tímaflakk, leyndarmál, ferðalög, einelti, draugar og ævintýri lifna við á síðum bókarinnar. Sögur sem voru ekki til fyrr en höfundar þeirra fönguðu þær. Engir aðrir en einmitt þessir höfundar hefðu getað skrifað einmitt þessar sögur. Þess vegna er svo gaman að lesa þær. Oft þegar er rætt um sögur eftir unga höfunda eru þeir kallaðir rithöfundar framtíðarinnar. Það finnst mér rangnefni. Í þessari bók birtast ekki sögur eftir rithöfunda framtíðarinnar. Þau eru rithöfundar nútíðarinnar sem hafa þegar stigið fram á sviðið. Góða skemmtun. Arndís Þórarinsdóttir, rithöfundur Formáli

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=