60 „Ég bara trúi þessu ekki,“ sagði hann og hélt svo áfram. „Fyrir mörgum árum þegar ég var á aldri við þig fór ég í heimsókn til ömmu minnar sem var mjög veik og gaf henni blóm til að hressa hana við en mamma hafði sagt mér að hún ætti ekki langt eftir. Blómin glöddu ömmu mjög mikið og hún sagðist líka vera með gjöf handa mér. „Í þessu litla boxi er það dýrmætasta sem ég á og ég vil að þú passir það eins vel og ég hef gert síðan ég fékk það frá ömmu minni.“ Hún tók gyllt hálsmen upp úr boxinu og fallegur grænn steinn lýstist upp þegar hún setti það um hálsinn á mér. Steinninn lýsist upp þegar manneskja með hreint hjarta og fallega sál setur það á sig. Hálsmenið var mér svo mikilvægt en ég glataði því í miklum stormi fyrir 13 árum og hef leitað þess síðan.“ Ég rétti honum hálsmenið en það lýstist ekki upp. Hann rétti mér hálsmenið aftur og sagði: „Ég hef komið illa fram við fólk síðan ég týndi hálsmeninu og gert mörg mistök. Nú vil ég að þú berir hálsmenið og haldir áfram að vera hjartahlý og góð manneskja. Þannig gerir þú heiminn að betri stað fyrir mig og ömmu.“
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=