59 Hálsmenið Lísa Laxdal, 11 ára Loksins var ég komin til Havaí. Það var grænt og fallegt þegar ég leit út um gluggann á flugvélinni. Mér leið eins og í ævintýri. Við fórum á hótelið, skiptum um föt og fengum okkur að borða á fallegu kaffihúsi. Ég valdi að prófa eitthvað nýtt og spennandi og fékk mér kókoshnetumjólk og hnetusnúð með ávaxtafyllingu. Þetta var frábær matur. Daginn eftir fórum við í skoðunarferð með báti. Við lærðum að snorkla og mér fannst það virkilega gaman. Allt í einu fannst mér ég sjá einhvern glampa á botninum. Ég kafaði nær og sá að þetta var fallegt, gamalt, gulllitað hálsmen. Ég náði í hálsmenið og synti aftur upp. Ég sá að það var grænn steinn inni í hálsmeninu. Ég kallaði á mömmu og pabba, þau sögðu mér að fara til skipstjórans og gefa honum hálsmenið. Skipstjórinn hunsaði mig fyrst svo ég kallaði á hann aðeins hærra en áður. Hann leit á mig í stutta stund og andlit hans fölnaði. Ég hélt það myndi líða yfir hann. Síðan skellti hann upp úr og ég varð agndofa af undrun. „Guð minn góður, hvar fannstu þetta?“ „Í sjónum hér fyrir neðan,“ stamaði ég.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=