RISAstórar smáSÖGUR 2023

50 Goðafræða-Ormurinn Aron Samuelsson Perrella, 11 ára Dag einn var Alex að fara út í geim. Þegar hann var kominn út í geim sá hann eitthvað langt og stórt hverfa og birtast fram og til baka, það var eins og geimskrímsli. Það kom nær og nær og þegar það var svona 10 kílómetra frá honum sá hann að þetta var ormurinn úr goðafræðinni. Goðafræðin sagði að þessi ormur væri mjög heimskur en samt mjög sterkur. Ormurinn kom nær og nær og þegar hann var kominn mjög nálægt tók Alex í stýrið og brunaði af stað. En það sem Alex vissi ekki var að ormurinn var miklu stærri en hann hélt. Ormurinn var kominn svo nálægt honum að Alex var næstum því étinn. En þá fékk Alex hugmynd: Að láta orminn éta sig og svo myndi hann svo skera sig út úr orminum! Þá gæti hann farið fram fyrir orminn. Þegar ormurinn át Alex og geimskipið þá gerði hann það sem hann hafði hugsað. Það gerðist ekki eins og hann hélt. Hann komst ekki út, af því að inni í orminum fór allt í hringi. Það var eins og ormurinn væri búinn að éta öll geimskip sem hefðu farið út í geim. Það hefur þá verið lygi að fólk kæmi til baka úr geimnum, hugsaði Alex. Hann ákvað að fara lengra inn í orminn. Allt í einu byrjaði allt að hristast.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=