RISAstórar smáSÖGUR 2023

48 Ætti ég að segja þeim að þetta litla barn sem hún gengur með muni láta þau vita af brunanum? Ég hef ekki tíma til að hugsa þetta til enda því ég verð að raka saman heyi og snúa því svo það þorni rétt og langafi minn geti notað það fyrir kindurnar. Þetta er mjög skrítið. Hvað varð um hin? Mömmu, pabba og systur mína? Sé ég þau aftur? Verð ég alltaf hér í Litla-Fjarðarhorni? Amma mín fæddist 1935 svo ég er staddur á Íslandi fyrir 87 árum. Og eftir nokkra mánuði verða þau í lífshættu vegna þess að það kviknar í bænum þeirra. Ég verð að láta þau vita og vara þau við. „Draupnir minn, viltu meira brauð?“ Ég vakna við að mamma potar í mig og réttir mér nesti. Ég er ekki svangur. Ég er bara mjög hissa. Var mig að dreyma? Var langafi minn ekki hérna rétt áðan? Og amma Inga alveg að fæðast? Hvað var að gerast? Við leggjum af stað aftur að bílnum okkar og höldum áfram ferðalaginu um sveitina hennar ömmu. Á leiðinni heim segir mamma mér söguna af brunanum í torfbænum og hvernig amma bjargaði fjölskyldunni með því að gráta. Mamma heldur að það hafi verið einhver verndarengill sem fylgdist með ömmu minni og fjölskyldunni þessa nótt og bjargaði þeim. Ég held það hafi verið verndarengill. Eða vinnumaður sem birtist óvænt og hjálpaði langafa við heyskapinn og fylgdist með fjölskyldunni þarna í nokkrar vikur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=