RISAstórar smáSÖGUR 2023

44 Á einni hæðinni hittir hún stelpu á svipuðum aldri og hún sjálf. Vá, það var nú aldeilis heppilegt. Soffía verður mjög glöð og býður stelpunni inn í lyftuna sína. – Gjörðu svo vel, ég á heima hérna í lyftunni, segir hún. Ég heiti Soffía, en þú? – Vigdís, en ég er kölluð Vigga. Mér finnst nú skrýtið að eiga heima í lyftu, bætir hún við. – Fáðu þér sæti, segir Soffía, fullorðinslega. Þær setjast á gólfið í lyftunni og Vigga segir Soffíu að hún eigi heima í þessu stóra húsi. Soffía verður svo glöð að hún kyssir Viggu á kinnina. – Eigum við að verða vinkonur, kannski? spyr Soffía. Þær halda áfram að ræða málin en verða loks sammála um að nú þurfi þær að fara að finna sér eitthvað að borða. Að finna réttu leiðina heim til mömmu og pabba Soffíu er samt enn þá vandamál. – Hvernig finnum við eiginlega út úr því? spyr Soffía, sem er alls ekki vön því að eiga heima í húsi þar sem eru margar hæðir og allar eins. – Sko, niðri í anddyrinu er tafla þar sem er fullt af nöfnum og númerum, segir Vigga. Þetta var nú aldeilis gott ráð. Þar sem þær standa við töfluna reyna þær að finna út úr þessu í sameiningu. Vigga er veraldarvön og kann að lesa út úr öllum þessum nöfnum. Það er nú líka dálítill vandi því Soffía kann bara nokkra stafi en kann ekki að lesa eins og stóru krakkarnir. Hún þekkir samt S sem er hennar stafur. Vigga er aðeins betri

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=