43 Hún er alltaf alein heima. Hm, þetta passar nú ekki alveg við það sem Soffía hefur heyrt um unglinga. – Ég fer í búðina fyrir hana og ryksuga stundum líka. Hún bakar alveg rosalega marínósköku. – Marínós? Meinarðu Marengsköku? – Ömmu finnst allt í lagi þó ég komi stundum í heimsókn og fái að vera hjá henni smástund, reyndar stundum lengi. Mér finnst svo leiðinlegt í skólanum af því að maður þarf alltaf að vera svo töff og svoleiðis. Ég nenni því nefnilega ekki. Þá fer ég til ömmu. Kalli fer margar bunur upp og niður í lyftunni með Soffíu á meðan þau spjalla saman. Kalli er bara ágætur þótt hann sé svona sláni í rifnum gallabuxum og bol með mynd af trommukjuðum. Soffíu finnst aðalatriðið að hann er svo skemmtilegur og segir líka brandara, til dæmis þennan: Af hverju læðast Hafnfirðingar alltaf fram hjá apótekum? Það er til þess að vekja ekki svefnpillurnar! Hahaha, Soffía hló og hló. – Jæja, ég verð að fara núna, segir Kalli. Ég þarf að sækja litla bróður minn á leikskólann sko. Mamma er alltaf að vinna. Nú er Soffía eiginlega orðin dálítið svöng. En nú vandast málið því hún getur ómögulega munað á hvaða hæð hún kom inn í lyftuna. Þótt hún stoppi á hverri hæð til að gá, þá eru allir gangarnir eins og allar hurðarnar eins.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=