RISAstórar smáSÖGUR 2023

42 – Já, takk. Lakkrís er uppáhalds nammið mitt. Þau sitja saman á gólfinu og borða lakkrís og brosa. Það er svo gott að borða saman nammi og brosa. – Jæja, nú verð ég að fara og þá versnar nú í því. Þá þarf ég nefnilega að standa upp og það er sko erfitt. – Ég skal hjálpa þér, segir Soffía. Ég ýti bara á rassinn á þér og rétti þér stafinn. Þegar karlinn er farinn út gerist ekkert lengi. Soffía situr og hugsar um hvað fólkið sem hún hefur hitt, er margskonar. Fína konan mátti ekkert vera að því að tala við hana og Soffía öfundaði dálítið manninn með hundinn af því hundurinn var svo fallegur og góður. Það væri örugglega skemmtilegt að eiga hund. Verst þótti henni hvað gamli karlinn var leiður; kannski myndi hún hitta hann aftur seinna. Þá ætlar hún að segja honum sögu til að skemmta honum dálítið. Loks fer lyftan af stað og dyrnar opnast. Ó ó ó, inn kemur stór strákur með allt of stóra fætur og hendur og gott ef nefið á honum er ekki líka aðeins of stórt fyrir andlitið. Soffíu er ekki alveg sama, því hún hugsar að hann hljóti að vera unglingur. Hún hefur heyrt að unglingar séu stórhættulegir, með læti. Strákurinn horfir á Soffíu. – Hvar er mamma þín? Hvað ertu að gera hérna? – Ég á heima hérna í lyftunni núna. – Vá, það er kúl. Má ég sitja hjá þér? Ég heiti Kalli. – Já, já. Soffía þorir ekki annað en að leyfa honum það. Ég heiti Soffía, segir hún og brosir feimnislega. – Ég var að heimsækja ömmu mína, segir strákurinn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=