RISAstórar smáSÖGUR 2023

34 Óvænt afmælisveisla Haukur Darri Björnsson, 11 ára Ég er að koma heim af fótboltaæfingu. Ég opna húsið og tek eftir því að það er allt hljótt í íbúðinni. Mamma og pabbi ættu að vera heima núna, hugsa ég með mér. Ég kalla „MAMMA“ – „PABBI“ en ég fæ ekkert svar. Ég hringi í þau en ekkert svar þar heldur. Ég kíki á SMS og sé raddskilaboð frá mömmu og pabba. Þetta heyrist í skilaboðunum: „Hæ, Aron minn, okkur var rænt og við erum núna í byggingunni þar sem gamli bankinn var, þessi sem er búinn að vera lokaður í nokkur ár. Komdu og hjálpaðu okkur.“ Mömmu og pabba hefur þá verið rænt, hugsa ég með mér og á sjálfan afmælisdaginn minn. Ég verð að bjarga þeim hvað sem það kostar. Ég gríp úlpuna, klæði mig í kuldaskó og set brodda undir. Það er komin hálka svo það er betra að hafa brodda undir skónum. Það tekur mig 15 mínútur að labba að strætóstoppistöðinni þar sem ég tek strætó númer 6. Ég geng svo í 25 mínútur þaðan sem strætóinn stoppar og að byggingunni þar sem mamma og pabbi eru. Þarna er gamli bankinn sem eyðilagðist næstum því í jarðskjálfta. Húsið er fjórar hæðir. Ég tek lyftuna og fer á fyrstu hæð, þar eru tvennar dyr. Ég opna fyrri dyrnar. Engin mamma og pabbi þar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=