RISAstórar smáSÖGUR 2023

27 komist að því að morðinginn eigi að vera á balli sem Lord Rackhel ætlar að halda til að kveðja Bill í síðasta skipti. „Og þið komið með í dulargervi, Wiktoria og Klara Mickman,“ klárar Tea frásögnina. Klukkan akkúrat 19:00 stígur fjölskyldan Mickman (Tea, Sherlock, Klara og Wiktoria í dulargervi) inn um dyrnar á Londonstræti 573. „Ég þarf að fara á klósettið,“ tilkynnir Klara þegar þau koma inn í sal. „Ég líka,“ lýgur Wiktoria. „Allt í lagi en drífið ykkur,” segir Tea. Wiktoria hleypur á eftir vinkonu sinni. Hún nær Klöru við baðherbergisdyrnar, þar sem Klara stendur og glápir á dyrnar. „Er allt í lagi?“ spyr Wiktoria. „Farðu og sæktu Sherlock eða lögregluna eða Teu. Gerðu það, drífðu þig!“ svarar Klara. Wiktoria hleypur aftur inn í salinn og fer að leita að Sherlock. Hún finnur hann loks við risastórt hlaðborð. „Komdu, drífðu þig. Klara sagði að ég ætti að sækja þig.“ „Já, ég kem,“ stynur Sherlock og fylgir Wiktoriu aftur að baðherbergisdyrunum. En þar er enginn. Dyrnar eru svolítið skakkar og frá þeim heyrist lágt hvvviiisss og svo verður allt hljótt. Þá tekur Sherlock ákvörðun og æðir beint inn á klósettið. Hann ræðst á veru með poka á höfðinu. Veran undir pokanum stynur: „Afsakið. Ég er fastur, takið bara pokann, mér er sama.“ „Nú jæja, við skulum uppfylla ósk þína,“ segir Sherlock

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=