RISAstórar smáSÖGUR 2023

24 „Veist þú hvar Ævar er að finna?“ sagði María. Súkkulaðimaðurinn svaraði: „Hann býr í húsi númer 7.“ Þær fóru þangað, bönkuðu og Ævar kom til dyra. „Veist þú hvar kóngurinn er?“ sagði María. „Já, eltið mig,“ sagði Ævar og þau lögðu af stað. Þau gengu í gegnum skóginn og komu að á. Þar var hvorki bátur né brú þannig að María spurði: „Hvernig komumst við yfir?“ Ævar svaraði: „Ég lyfti ykkur yfir. Þið verðið að fara einar.“ Þegar þær voru komnar yfir ána komu þær að kökukastala. Það var ekkert hlið á hallarveggnum en María fékk hugmynd. María spurði: „Kandíflosskisa, getur þú flogið með reipi upp á hallarvegginn ef ég get búið það til?“ „Já,“ sagði kandíflosskisan „prófaðu karamelluspýturnar úr nammitrénu.“ María brýtur greinar, tengir þær saman á rifna endanum og tyggur svo þær festist. Hún tengir saman margar greinar þangað til hún er komin með mjög langt reipi. Kandíflosskisan flaug upp með reipið. María klifraði upp og niður hinum megin. Þær fóru inn í kökukastalann og sáu lakkrísálfaverði. Verðirnir sögðu: „Velkomin, kóngurinn bíður.“ Þær gengu inn í herbergi og fundu kónginn. Kóngurinn var jólasveinninn! María spurði jólasveininn hvernig hún kæmist heim. Jólasveininn svaraði: „Komdu með mér á sleðanum mínum heim til þín.“ Það var aðfangadagskvöld og hún fékk að velja hvaða pakka hún fengi í sokkinn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=