RISAstórar smáSÖGUR 2023

22 María og nammilandið Laufey Ósk Ævarsdóttir, 7 ára María lá í rúminu sínu og gat ekki sofnað. Hún spilaði uppáhalds vögguvísuna sína. Allt í einu sá hún eitthvað sem var bleikt og hvítt. Þetta var kandíflosskisa sem sagði: „Viltu koma með María?“ María sagði: „Já, en hvert?“ „Kemur í ljós,“ sagði kisan. Kandíflosskisan tók í puttann á henni og þær lyftust upp. Þær flugu fram hjá fullt af eyjum en allt í einu lentu þær. Þetta var Nammiland. Þegar hún leit til baka var kisan horfin. Hún labbaði af stað og kom að skógi. Hún hljóp í gegnum skóginn þar til hún sá piparkökuhús. María fór inn í piparkökuþorpið og hitti piparkökukarl og kandíflosskisuna sem sótti hana. „Hvernig kemst ég heim?“ spurði María. „Spurðu kónginn,“ svöruðu þau. „Hvar finn ég kónginn?“ spurði María. „Við vitum ekki en spurðu þorpsbúana,“ sagði piparkökukarlinn. Kandíflosskisan sagði: „Ég skal hjálpa þér.“ Þær bönkuðu hjá fyrsta húsinu. Gúmmíkarl kom til dyra. „Hæ, veist þú hvar kóngurinn er?“ sagði María. „Uuummmm, spurðu Ævar, hann veit um kónginn,“ svaraði gúmmíkarlinn. Þær kvöddu, gengu að næsta húsi og börðu að dyrum. Súkkulaðimaður kom til dyra.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=