RISAstórar smáSÖGUR 2023

21 Þegar við komum til Ítalíu fór mamma upp í íbúð að skoða gamlar myndir af okkur, pabbi fór í búð sem heitir CoffeeCoffee, Robbi í búð sem heitir Nærbuxnahöllin og ég í ilmvatnsbúð. Þegar ég var að skoða ilmvötn heyrði ég einhvern segja: „Hún þarf að kaupa sér ilmvatn til að fela svitafýluna.“ Ég sneri mér við og þar voru Bella hrekkjusvín og gengið hennar. Ég ákvað að hætta við og fara heim en þær eltu mig og náðu mér að lokum. Þær tóku af mér bakpokann og byrjuðu að kasta honum á milli sín. Það eina í stöðunni var að hafa samband við mömmu, ég laumaðist til að senda henni skilaboðin: HJÁLP!!! Þegar Bella og gengið voru alveg að fara að hella kóki í bakpokann fékk Bella eitthvað í hausinn, það voru NÆRBUXUR! og fyrir aftan hana stóðu Robbi og mamma. Bellu og genginu brá og ætluðu að hlaupa í burtu með bakpokann en þá stökk pabbi út úr runna og stoppaði stelpurnar. Hann var svo snöggur eftir að hafa þambað svona mikið kaffi síðustu daga að hann náði að hrifsa bakpokann af stelpunum og kasta honum til mömmu. Stelpurnar hlupu æpandi í burtu og mamma knúsaði okkur öll í klessu. Kannski er fjölskyldan mín ekki svo slæm eftir allt saman.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=