19 Þeir gengu inn og í miðjum hellinum var Brennir við seiðpottinn enn þá að reyna að finna galdur. Þá gekk Vökull að honum, tók krukku úr vasanum með stórri, blárri rafmagnskúlu innan í. Hann tók hana upp úr krukkunni og tautaði einhverja galdraþulu. Kúlan sveif upp í loft og skaust beint á Brenni. Hann fraus. Vökull blés galdradufti á hann sem snérist í kringum hann og hann minnkaði. Vökull tók Brenni og setti hann í vasann og fór og færði hann galdralögreglunni sem hafði leitað að honum árum saman. Vökull blés duftinu aftur á hann. Nú snerist það í hringi í hina áttina. Brennir stækkaði. Galdralögreglan setti hann inn í fangaklefa sem var ónæmur fyrir göldrum. Vökull smellti fingrum og það skutust rauðir hringir í spíral frá þeim. Um leið þiðnaði Brennir. Vökull fór aftur heim til sín og Skipsflak aftur á skipið sitt.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=