RISAstórar smáSÖGUR 2023

18 Álög og eldar Óttar Benedikt Davíðsson, 8 ára Seiðkarlinn Vökull var á heimili sínu að reyna að finna galdur til að búa til skip úr álagakrafti. Hann þurfti að komast á Hauskúpueyju til að stöðva illa galdrakarlinn Brenni. Á meðan Vökull var að reyna að finna galdur, var Brennir í helli sínum að reyna að búa til galdur sem ómögulegt væri að stöðva. Vökull var niðursokkinn þegar Skipsflak sjóræningi ryðst allt í einu inn og segir að Brennir hafi brennt skipið hans. Vökli brá mjög mikið. Hann sagði að hann vissi um galdur sem gæti endurnýjað hluti. Skipsflak varð mjög þakklátur og sagði að hann gerði hvað sem væri til að endurgjalda greiða hans. Vökull sagði að hann vildi fá skipið hans lánað. Hann vissi að hellirinn hans Brennis væri á eyju sem kallast Hauskúpueyja. Vökull lagaði skipið og þeir sigldu af stað og fundu Hauskúpueyju. Þessi eyja hét Hauskúpueyja af því að það var stór klettur á henni sem var í laginu eins og hauskúpa. Þeir gengu að hauskúpuklettinum. Þegar þeir gengu að munni klettsins, steig Skipsflak óvart á reipi. Jörðin hristist ógurlega mikið. Risastór inngangur opnaðist eins og munnur í hauskúpu- klettinum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=