17 Draugarnir þrír Kristín Diljá Ástþórsdóttir, 9 ára Einu sinni var stelpa sem hét Hildur. Hún var æðisleg stelpa en hún var sjúklega hrædd við drauga. Kvöld eitt var hún úti að labba í skóginum með þremur vinkonum. Þær voru að labba til ömmu þar sem þær fengu að borða. Þær voru að labba heim aftur þegar að ein stelpan hvarf skyndilega þegar þær fóru fram hjá risastóru tré. Hinar stelpurnar urðu hissa en héldu áfram. Síðan týndist ein í viðbót þegar þær löbbuðu fram hjá mús. Þær heyrðu tíst, tíst og héldu áfram en þá hvarf síðasta stelpan inn í risastóran stein. Hildur varð hrædd og hljóp af stað heim en áður en hún vissi af voru þær allar komnar aftur. Þegar þær voru allar komnar fóru þær heim til Hildar. Mamma Hildar spurði: „Við hverja ertu að tala Hildur?“ „Ég er að tala við vinkonur mínar. Ein heitir Vala, önnur Anna og sú síðasta heitir Nadía. Við fórum í gegnum skóginn áðan, heim til ömmu og fengum að borða. Þegar við vorum á leiðinni til baka hurfu stelpurnar. Vala hvarf inn í stórt tré, Anna hvarf inn í mús og Nadía hvarf inn í risastóran stein en nú eru þær komnar aftur.“ Mamma Hildar varð skrýtin á svipinn og sagði „Hildur mín, amma þín býr í borginni, hér er enginn skógur og þú ert ein í herberginu.“
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=