RISAstórar smáSÖGUR 2023

15 „Kriss, krass, klipp og klapp“ Júlía Rós Guðbjartsdóttir, 8 ára Antonía var fimm ára stelpa sem bjó í litlum bæ úti á landi. Hún var mjög myrkfælin og á hverju kvöldi áður en hún fór að sofa var hún mjög hrædd. Eftir kvöldmatinn var hún vön að læsa dyrunum fram á gang áður en hún háttaði sig inni í herbergi. Þetta kvöld var mamma hennar inni hjá henni að hjálpa henni í náttfötin og fylgdi Antoníu á klósettið fyrir svefninn. „Antonía mín, þú þarft ekki að læsa dyrunum. Það er ekkert að óttast, við erum hérna heima hjá þér,“ sagði mamma hennar. Hún las fyrir hana sögu fyrir svefninn og bauð henni góða nótt. Pabbi hennar Antoníu kom líka til þess að bjóða henni góða nótt. Þá sagði Antonía: „Knús og kossar pabbi“ og hann sagði það sama á móti. Þá vildi Antonía líka fá að segja það sama við mömmu sína, hún kom og Antonía sagði: „Knús og kossar mamma“ og vildi svo aftur fá að tala við pabba sinn. Þá sagði mamma hennar að þetta væri komið nóg, að hún yrði að fara að sofa. Antonía var bara svo hrædd að hún vildi ekki vera ein. Þegar foreldrar hennar fóru út úr herberginu og það var alveg hljótt þá heyrði Antonía hljóð: „Kriss, krass, klipp og klapp!“ Hún varð mjög hrædd!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=