13 Grísasaga Steinar Áki Davíðsson, 6 ára Ég féll niður á engi og mér leið svolítið skringilega af því það var allt furðulegt í kringum mig. Ég sá tré og ég sá eitthvað bleikt hreyfast á bak við það. Ég sá svín. Ég var með gulrót í vasanum sem átti að vera nesti fyrir mig en ég hugsaði aðeins og þá kastaði ég gulrótinni til svínsins. Svínið greip gulrótina og smjattaði. „Er það svín sem fær gulrót til sín?“ sagði ég. Þetta var fyndið en satt. En allavega, þetta var svona rím-grín-svín. „Svínið getur orðið vinur minn!“ Ég fór á bak á því og það þaut svo hratt að moldin þeyttist út um allt. Við fórum saman á ströndina og fórum í langt sumarfrí. Ég og svínið að eilífu.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=