RISAstórar smáSÖGUR 2023

9 Máni og geimfararnir fóru aftur í geimskipið og lögðu af stað til jarðarinnar. En á heimleiðinni gerðist svolítið svakalegt. Geimflaugin varð eldsneytislaus á miðri leið! Geimfararnir urðu allir mjög hræddir en Máni fékk góða hugmynd. Hann fann fallhlífar og fékk alla til að stökkva út úr geimflauginni og þeir dýfðu sér niður til jarðarinnar. Um leið og þeir nálguðust jörðina opnuðu þeir fallhlífarnar sínar og svifu niður þangað til þeir lentu örugglega þar sem fullt af fólki tók á móti þeim. Lögreglubílar, sjúkrabílar og slökkviliðsbílar voru út um allt, fréttamenn tóku myndbönd og viðtöl við Mána og geimfarana en Máni var glaðastur þegar hann sá mömmu sína hlaupa í gegnum hóp af fólki til að knúsa hann. Geimflaugin brotlenti á túni rétt hjá þeim en sem betur fer slasaðist enginn og slökkviliðsmennirnir slökktu eldinn fljótt og örugglega. Máni var svo feginn að hafa komist öruggur heim og ákvað að þó að ferðin hefði verið mjög skemmtileg þá myndi hann í framtíðinni skoða alheiminn í bókum og með kíki.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=