RISAstórar smáSÖGUR 2023

8 Máni fer til tunglsins Jakob Máni Danielsson Kolár, 8 ára Einu sinni var maður sem hét Máni. Hann var mjög hrifinn af alheiminum og spurði geimfara hvort hann mætti fara út í geiminn með þeim og þeir sögðu já. Máni var svo glaður. Hann fékk geimbúning og fór inn í geimflaugina sem var á leiðinni til tunglsins. Þegar geimflaugin lenti fór Máni strax út úr henni og steig sitt fyrsta skref á tunglinu. Þegar hann var búinn að skoða sig um hringdi hann í mömmu sína í gegnum gervihnattasíma og sagði henni frá því hvernig ferðin gekk. Þegar hann var búinn að tala við mömmu sína komu hinir geimfararnir og báðu Mána um að spila með sér fótbolta. Þeir spiluðu bara einn leik því það var mjög erfitt að spila fótbolta í geimfarabúningnum en það var samt líka mjög skemmtilegt. Eftir fótboltaleikinn þurftu geimfararnir að taka myndir af tunglinu og taka sýni úr jarðveginum til að rannsaka tunglið betur þegar þeir kæmu aftur til jarðarinnar. Geimfararnir spurðu Mána hvort hann vildi fá mynd af sér á tunglinu og hann var sko til í það og fékk fána til að setja á tunglið til að sýna að þeir hefðu verið þar. Þó Mána hafi fundist mjög skemmtilegt að vera á tunglinu var hann líka glaður þegar það var kominn tími til að fara aftur heim. Smásaga ársins í flokki 2023 6 til 9 ára

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=