RISAstórar smáSÖGUR 2022

87 Edda Jóhannesdóttir og Erla Ýr Traustadóttir, 11 ára þetta og það skal allt vera gljáandi hreint þegar ég kem aftur. Er það skilið?“ Leppalúði svaraði: „Já, já, en þú verður að koma með miklu fleiri börn!“ Þá fór Grýla en Leppalúði fór að þrífa. Allt í einu fann hann skrýtna tilfinningu í maganum. Hann hætti að þrífa, lagðist í sófann og sofnaði. Hann vaknaði við það að Grýla var að skamma hann og spyrja hvaðan þessi börn kæmu. „Hvaða börn? Eru þetta ekki börnin sem þú fangaðir í gær?“ svaraði Leppalúði. „Nei, þau eru í pottinum,“ sagði Grýla. Hann glaðvaknaði við það og kíkti í pottinn. Þá fékk hann aftur þessa skrýtnu tilfinningu í magann. Honum fannst eins og hann þyrfti að gubba. Hann hljóp inn á baðherbergi og opnaði klósettið en þá kom ekki gubb heldur barn sem var grátandi. Þetta var furðulegt. Hann sá að barnið var miklu minna en hin börnin. Hann tók það upp og sá þá nokkuð sem var mjög skrýtið, barnið var með skegg! Sítt, hvítt skegg! Hann var varla með skegg sjálfur. Honum brá svo mikið að hann missti barnið ofan í klósettið og það grét enn sárar. Hann tók barnið aftur upp og sagði: „Svona, svona, oh, ég kann ekkert á börn!“ Hann kallaði á Grýlu og hún hrifsaði barnið af honum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=