85 fóru með mig inn í skemmu og áður en ég vissi af var ég lokuð þarna inni með bundið fyrir augun. Löngu seinna vaknaði ég við mannsrödd. Þetta hlaut að vera pabbi Péturs. Hann var að ræða við einhvern annan og þeir voru að tala um að þeir ætluðu að brenna skemmuna með mér inni. Ég reif bindið frá augunum á mér og hljóp út úr skemmunni. Þegar ég var komin út hljóp ég eins hratt og ég gat en mennirnir hlupu á eftir mér. Ég var komin langt í burtu frá torfbænum. Allt í einu datt ég ofan í skurð. Svo vaknaði ég uppi í rúminu mínu með mikinn hroll. Ég hljóp fram og mamma sagði: „Góðan dag, elskan, hvernig svafstu?“ „Bara vel,“ sagði ég og setti á mig hjálminn í snarhasti. Mamma sagði þá: „Hvert ertu að fara, elskan mín?“ „Til afa!“ svaraði ég og hljóp út. Svo hringdi ég bjöllunni hjá afa og afi kom til dyra. „Hvað ertu að gera hér, elskan mín? klukkan er hálf átta á sunnudegi.“ Ég svaraði frekar æst: „Afi, þú verður að koma út í bílskúr, strax!“ Ég sýndi afa skápinn og sagði honum frá öllu sem gerðist en þegar afi opnaði stóra og mikla skápinn sogaðist hann inn í hann á sekúndubroti. „Ó, nei!“ sagði ég.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=