RISAstórar smáSÖGUR 2022

82 hann var í sauðskinnsskóm og þykkri lopapeysu. Hann sagði við mig með djúpri rödd: „Komdu þér að verki, stelpa. Pétur fer með þér út að mjólka kýrnar en klæddu þig fyrst í hlý föt af því að það er hvasst úti.“ Ég gekk niður stuttar og brattar tröppur og sá þar sauðskinnsskó og mig grunaði að þeir væru í minni stærð. Þegar ég var búin að troða mér í þá tók ég nokkrar flíkur sem héngu á snaga við hliðina á útidyrahurðinni og klæddi mig í þær með hraði. Ég gekk út og fann strax að það var hvasst úti. Ég gekk handan við hornið á torfbænum og áttaði mig þá á því að ég hlyti að vera stödd á annarri öld. Allt í einu birtist strákur beint fyrir framan mig og sagði: „Góðan daginn, Ástrós!“ Þetta hlaut að vera Pétur sem gamli karlinn sagði mér frá. „Ert þú ekki Pétur?“ „Jú, það er rétt,“ sagði hann og brosti út að eyrum. „Hvað er þetta annars, systir góð! Ertu búin að gleyma hvað ég heiti?“ Nú var ég enn þá meira hissa. Ég var stödd á ókunnugum stað og á öðrum tíma og það sem meira var virtist ég vera systir þessa rosalega hressa stráks. Gamli karlinn kallaði á okkur tvö og sagði okkur að drífa okkur að mjólka kýrnar. Pétur svaraði: „Já, pabbi.“ Það þýddi að þessi gamli karl væri pabbi minn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=