81 Skápurinn hans afa Það var haustdagur og ég hafði ekkert að gera. Mamma stakk upp á að ég færi í heimsókn til afa og spyrði hann hvort ég gæti ekki gert eitthvað fyrir hann. Ég var ekki mjög spennt fyrir því en mamma sagði að það myndi muna svo miklu fyrir hann ef hann fengi hjálp. Ég hjólaði í gegnum miðbæinn og hringdi dyrabjöllunni hjá afa. „Nei, ertu komin, vina mín!“ sagði afi. „Fyrst að þú ert komin, elskan mín, gætir þú þá ekki hjálpað mér með bílskúrinn? Ég hef nefnilega ekki farið í gegnum hann og tekið almennilega til í áratugi.“ „Jú, auðvitað,“ sagði ég. Afi rétti mér lyklana að bílskúrnum. Þegar ég var komin inn í bílskúrinn og sá allt draslið þarna inni leist mér ekki á blikuna. Ég vissi eiginlega ekki hvar ég ætti að byrja en þá kom ég auga á þennan stóra og mikla skáp innst inni í horni. Hann var hulinn ryki og skít. Ég hugsaði með mér að ég gæti bara byrjað á honum, svo ég dustaði rykið af honum og opnaði dyrnar. Þegar ég opnaði skápinn kom kaldur gustur á móti mér og án þess að geta neitt gert sogaðist ég inn í hann og í gegnum litrík göng. Þessi göng voru löng og ég sveif í gegnum þau. Allt í einu vaknaði ég við djúpa rödd. Þetta var gamall karl í frekar skrýtnum fötum. Ég tók eftir því að Katrín Hákonardóttir,12 ára
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=