8 Ágúst hleypur til stjörnunnar og spyr: „Er allt í lagi?“ „Já já, eða sko, mér er strítt út af því að ég er öðruvísi.“ „Ha, er þér strítt út af því að þú ert öðruvísi?“ „Já,“ svarar stjarnan. „Mér finnst þú vera enn þá sérstakari af því að þú ert öðruvísi,“ segir Ágúst. „Ha, finnst þér það?“ „Já, því ekki það?“ spyr Ágúst. „Það hefur enginn sagt þetta við mig áður,“ segir stjarnan. „En hvað það er skrítið en af hverju vildir þú fara upp á himininn?“ spyr Ágúst. „Af því að ef maður kemst ekki upp á himininn þá gleymir tunglið manni og þá deyr maður.“ „Ó, ég skil. En hvað heitirðu?“ spyr Ágúst. „Ég er alltaf kölluð litla stjarna.“ „Allt í lagi, Litla stjarna, ég heiti Ágúst.“ „Ágúst, geturðu hjálpað mér að komast upp á himininn?“ „Já, en hvernig geri ég það?“ „Þú þarft bara að segja stjörnunni þarna að ég sé sérstök af því að ég er öðruvísi.“ „Ókei, núna?“ „Já, núna.“ Ágúst röltir óöruggur að afgreiðsluborðinu með litlu stjörnuna í eftirdragi.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=