RISAstórar smáSÖGUR 2022

73 Bergljót og hjartabrotin Bergljót hét stúlkukind með hrokkið hár og dansandi blá augu. Hún var liðug og lág og sterkari en ljón. Faðir hennar var mjög gamall þegar hann lést. Tók móðir Bergljótar andlátið svo nærri sér að hún lést skömmu eftir þessar hörmungar. Var Bergljót þá ein eftir. Þegar hún var orðin tíu ára fór hún í leiðangur upp til fjalla. Hún var í leit að hjartabrotum sem höfðu splundrast eftir andlát föður hennar. Voru það þrjú brot sem öll höfðu skotist til fjalla. Bergljót gekk lengi, lengi yfir holt og hæðir þar til hún kom að helli einum. Inn af honum var afhellir og í honum voru ljón. Hjá þeim voru öll hjartabrotin. Hún þurfti að leysa þrjár þrautir til að fá brotin öll. Fyrst þurfti Bergljót að ná í skoffín sem hafði sloppið frá kölska um morguninn. Því næst að ná í galdrablöðin hans Sæmundar fróða og sýna ljónunum bæði skoffínið og galdrablöðin. Síðasta þrautin var að kljást við eitt sterkasta ljónið í hellinum. Lagði hún nú af stað til kölska til að finna skoffínið. Var hún ekki lengi að koma auga á það og troða því í skinnpokann sinn. Síðan fór hún til Sæmundar fróða. Þar gekk allt að óskum og fann hún galdrablöðin og setti þau í skinnpokann sinn. Því næst fór hún inn í afhellinn þar Árbjört Vetrarrós Jónsdóttir, 10 ára

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=