RISAstórar smáSÖGUR 2022

59 Fyrir ofan Berguvík, hinum megin við skýin er skýjaborg þar sem skýjafólk býr. Fólkið á jörðinni veit ekkert af því að það sé til skýjafólk sem býr þar og hefur áhrif á veðrið niðri á jörðinni. Beint fyrir ofan Berguvík býr lítill skýjastrákur sem heitir Baldur og er algjör prakkari. Hann á skýjahund sem heitir Hvutti og þeir elska að gera prakkarastrik saman sem gerir foreldra Baldurs alveg brjálaða. Þegar skýjafólk verður reitt þá kemur alltaf stormur eða vont veður. Eftir að Baldur byrjaði að gera prakkarastrik var því oftast vont veður í Berguvík.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=