5 stækkar örugglega um nokkur númer, líkt og hjá Trölla þegar hann sér eftir að hafa stolið jólunum. Eftir því sem við lesum fleiri sögur verðum við betur í stakk búin til að hugsa sjálfstætt, finna til samkenndar, tjá skoðanir okkar og skilja aðra. Auk þess er mannbætandi að hlæja þar til maður fær hiksta eða verða svo spenntur að tennurnar glamri. Það er líka bráðskemmtilegt og taugatrekkjandi að semja ný ævintýri. Börnin sem eiga sögur í Risastórum smásögum hafa þorað að sleppa hugmyndum sínum lausum og láta rödd sína heyrast. Sum þeirra hafa opnað dyr inn í aðra vídd eða annan tíma. Önnur hafa skrifað svakalegar hryllingssögur. Enn önnur segja frá áhugaverðum persónum eða furðulegum uppákomum. Öll eiga börnin það sameiginlegt að hafa dregið upp myndir af sögupersónum, sögusviði og atburðarás með orðum og teikningum þannig að lesendur geti séð þetta allt fyrir sér, ljóslifandi. Ég vona svo sannarlega að þau haldi áfram að nota sköpunarkraftinn og hvet önnur börn til að taka þátt í Sögum. Nú er það undir ykkur lesendunum komið að ferðast í gegnum spegilinn á vit ævintýranna sem hafa sprottið úr hugarfylgsnum þessara bráðefnilegu höfunda. Hafið forvitnina að leiðarljósi og njótið vel! Kristín Ragna Gunnarsdóttir, rithöfundur og teiknari
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=