RISAstórar smáSÖGUR 2022

49 „Nú förum við í óvissuferð!“ segir Vigdís og allir krakkarnir ískra af spenningi. Kennarinn bætir við: „Það eiga allir að klæða sig en gerið það rólega. Ég vil ekki að einhver meiðist.“ „Já, gerum það,“ segja krakkarnir í kór. Krakkarnir reyna að ganga rólega en geta það ekki því þeir eru svo spenntir. Í rútunni tala félagarnir og tala og tala. Allt í einu er sagt í hátalarann: „Nú erum við komin í Nammiland!“ Krakkarnir verða mjög hissa og einn krakkinn öskrar: „Ertu að meina það!?“ „Já, ég er að meina það,“ segir Fróði rútubílstjóri og krakkarnir ískra enn meira. Þegar Bubbi og félagar koma út úr rútunni tekur gómsæt nammilykt á móti þeim. Það kemur piparkökukarl og segir bekknum að fylgja sér. Krakkarnir ganga í röð á eftir piparkökukarlinum. Þegar þeir eru komnir í stórborgina sem heitir Nammiparadís fá krakkarnir kandífloss. Svo heimsækja þeir Andra sem er gamli karlinn í hverfinu. Þegar þeir eru að labba til Andra sjá þeir gúmmíbíla og rúsínusveppi. Krakkarnir í hverfinu elska rúsínusveppina. Þegar krakkarnir koma til Andra segir hann: „Hvaða skrattar eru nú komnir hér?“ „Ja, þetta eru nú bara skólabörnin úr Reikaskóla,“ segir piparkökumaðurinn. Hlynur Egill Vignisson,12 ára

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=