47 Anna og Lísa hlupu eins hratt og þær mögulega gátu að sverðinu. Þegar þær voru komnar að sverðinu komu sterkir ljósgeislar frá demantinum á sverðinu. Allt í einu heyrðist rödd frá sverðinu. Röddin sagði: „Þið einar sjáið sverðið vegna þess að formóðir ykkar var mikil víkingakona sem barðist vel og varði þorpið sitt. Hún var aðal stríðskonan á sínum tíma og ég finn á mér að þið eigið eftir að verða miklar baráttukonur eins og hún formóðir ykkar var, þegar þið eruð orðnar eldri.“ Anna og Lísa urðu steinhissa. Þær trúðu varla eigin eyrum né augum eftir það sem hafði gerst á Þjóðminjasafninu þennan dag. Þær voru mjög fegnar og glaðar að það var komin útskýring á þessu öllu saman. Þær fóru að finna bekkinn sinn og litu til baka á sverðið þar sem það glóði björtum geislum til þeirra.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=