46 „Bíddu, bíddu, ertu að segja mér að það sé verið að tala um brynju?“ sagði Anna. „Já, augljóslega er verið að tala um brynju, málmhlut og málm svo það hlýtur að vera,“ sagði Lísa. Anna og Lísa lögðu af stað til að reyna að finna brynju. Þær fundu eina brynju en á skiltinu fyrir framan glerskápinn sem brynjan var í stóð að þetta væri skjöldur. Hvað var í gangi?! Fyrir framan þær var bréf, í þetta sinn var þetta ekki tveggja blaðsíðna gáta heldur bréf. Þær önduðu aðeins léttar. Í bréfinu stóð: Bréf Skuluð þið fara til sverðs og finna demant. Demanturinn fallegi mun vísa ykkur veg ... þegar fallegur ljósgeisli hefur látið ljós sitt skína. „Ertu að djóka?“ sagði Anna. „Neibb, greinilega ekki ... en manstu, það var demantur á sverðinu þarna áðan,“ sagði Lísa spennt. „Já, og það kom glampi á demantinn ... sem var ljósgeisli frá demantinum en við vorum bara ekkert að pæla í því,” sagði Anna hratt.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=