42 Þjóðminjasafnið Einu sinni voru tvíburarnir, Anna og Lísa, á Þjóðminja- safninu með bekknum sínum í skólaferðalagi. Kennarinn, Áslaug, sagði við bekkinn sinn: „Jæja krakkar, nú fáum við leiðsögn frá Karli sem ætlar að fræða okkur um safnið.“ Karl kom og kynnti sig og sagði: „Sælir krakkar, ég heiti Karl og ætla að vera leiðsögumaðurinn ykkar í dag.“ Hann vísaði bekknum upp stigann til að fara og skoða alla forngripina. Karl vísaði þeim að flottu sverði. Anna og Lísa höfðu aldrei séð þetta sverð þótt þær hefðu farið á safnið mjög oft og þekktu það eins og lófann á sér. Þær höfðu lesið fullt af bókum um alla þessa flottu gripi frá fornöld en höfðu aldrei séð né lesið um þetta sverð. Karl var að útskýra fyrir krökkunum að þetta væri armband sem hefði fundist hér á Íslandi og væri frá árinu 1050. En Anna og Lísa sáu ekki armband, þær sáu sverð. „Lísa, sérð þú sverð?“ spurði Anna. „Já, og hann er að segja að þetta sé armband.“ Þeim fannst þetta mjög skrýtið svo þær spurðu Áslaugu og fjóra aðra nemendur og þau sögðu öll að þetta væri armband. Hvað er eiginlega í gangi?! hugsaði Lísa. Smásaga ársins í flokki 2022 10 til 12 ára
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=