4 Formáli Sögur eru eins og spegillinn sem Lísa í Undralandi stígur í gegnum, þær opna gátt yfir í annan heim. Söguheimurinn getur verið ímyndaður, líkt og Ævintýraskógurinn í Skilaboðaskjóðunni – eða staður sem er til í alvörunni, eins og í bókunum um Jón Odd og Jón Bjarna. En í þessum heimi, hver sem hann er, setjum við okkur í spor sögupersónanna: – Við mátum t.d. allt of stóra skó sterkustu stelpu í heimi og bregðum með henni á leik við lögreglu og þjófa. – Okkur hlýnar um hjartarætur þegar við skynjum eldheita ást tröllskessunnar Flumbru. – Líkt og Míó, skjálfum við hinsvegar af hræðslu frammi fyrir illa riddaranum Kató. – Og fyllumst vanmáttarkennd með Blíðfinni þegar vinir hans hverfa einn af öðrum. – Eins finnum við til með drengnum Ishmael sem er á flótta undan stríðsátökum. – En tökum undir fagnaðaróp Ronju þegar vorar og líf bærist í öllum trjám og vötnum. Þannig speglum við okkur í viðbrögðum sögupersónanna þegar þær standa frammi fyrir áskorunum og tökum fullan þátt í gleði þeirra og sorgum – og stækkum sem manneskjur í hvert sinn. Kannski ekki jafn bókstaflega og Lísa í Undralandi þegar húsið er að springa utan af henni en hjartað í okkur
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=